Togari á Stöðvarfirði ??,2019

Einu sinni var.  


já einu sinni þá voru togarar svo til í öllum höfnum á Austfjörðum

Seyðisfirði.  Neskaupstað, Eskifirði,  Reyðarfirði,  Fáskrúðsfirði,  Stöðvarfirði,  Breiðdalsvík og Djúpivog,  og er þarna verið að miða við ísfisktogaranna

í dag þá eru allir þessir togarar farnir.  

nema að á Fáskrúðsfirði er Ljósafell SU og á Seyðisfirði er Gullver NS;

einn af þessum bæjum sem að ofan voru nefndir, Stöðvarfjörður, þar í bænum var mikið aflaskip út,

Kamparöst SU.  þessi togari var oft á tíðum aflahæsti allra togara á Austurlandinu og var þá líka í hópi með aflahæstu togurunum yfir allt landið.

en síðan eru breyttir tímar.  í dag þá landar enginn togari á Stöðvarfirði,


Ljósafell SU
naaa ekki alveg.  því að núna í Júlí þá er Ljósafell SU búinn að landa þrisvar afla þar í bænum.  reyndar þá er aflinn ekki unnin á Stöðvarfirði,

heldur er honum ekið til Fáskrúðsfjarðar.

Afhverju er Ljósafell SU þá að landa á Stöðvarfirði,?

jú það var úthlutað byggðakvóta á Stöðvarfjörð, en það sótti enginn um kvótann  sem var uppá um 358 tonn

Loðnuvinnslan fékk á endanum kvótann,  eftir auglýsingu 2.júlí síðastliðin.  

en þar sem að Loðnuvinnslan er ekki með vinnslu á Stöðvarfirði þá í staðinn þurfa þeir að landa aflanum á Stöðvarfirði 

og síðan er honum ekið til Fáskrúðsfjarðar til vinnslu,




Myndir Gísli Reynisson