Togarinn Hilmir SU árið 1983árið 1983 þá voru loðnuveiðar bannaðar, og reyndar þá voru þær bannaðar líka árið 1982.  

þetta þýddi að bátarnir sem voru búnir að vera svo til einungis á loðnuveiðum og síldarveiðum þurftu að finna sér önnur verkefni,

mörg skipanna fóru á troll, önnur á net, og svo voru nokkur sem gerðu ekkert.

reyndar þá voru loðnuveiðar leyfðar aftur í nóvember árið 1983,

Eitt af þessum stóru skipum sem gátu  borið yfir eitt þúsund tonn af loðnu var Hilmir SU 171 sem var smíðaður á Akureyri árið 1980 og var gerður út á Íslandi til ársins 1993 þegar að skipið var selt til Chile,

Hilmir SU stundaði togveiðar allt árið 1983 fram í október þegar að skipið fór á ´sild,

Öllum aflanum af trollveiðunm var landað í Reykjavík og var að mestu unnin í Kirkjusandi HF og líka í eigin fiskvinnslu 

við skulum aðeins líta á Hilmir SU á trollinu,

og eins og fyrirsögning er.  Togarinn Hilmir SU er réttnefni fyrir það að Hilmir SU stundaði togveiðar mest allt árið 1983

íHilmir SU landaði 130,7 tonn í einni löndun í Janúar,

í Febrúar þá var Hilmir SU með 189 tonn í 2 og þar af 113 tonn í löndun,

Mars, þá var líka 2 landanir og var Hilmir SU með 214,7 tonn og þar af var stærri löndunin 140 tonn,

Apríl þá var líka landað tvisvar.  240 tonn og þar af 135 tonn  í einni löndun 

í maí þá var líka landað tvisvar alls 197 tonnum  ,

júní þá kom næst stærsta löndun ársins eða 157 tonn
alls var aflinn 235 tonn í júni

í júlí.  var aflinn 266,5 tonní 2

og í ágúst sem var síðasti mánuðurinn var aflinn 267 tonní 2
og þá kom líka stærsta löndunin eða 159,4 tonn,

alls var því togveiðiaflinn hjá Hilmi SU 1735 tonn í 16 löndunum eða 108 tonn í löndun,


Hilmir SU  mynd Tryggvi Sigurðsson