Tommi á Hafnarbergi RE,,1982
Í gegnum tíðina þá hefur gríðarlegur fjöldi af bátum róið frá Sandgerði og margir bátar og útgerðarmenn sem ekki eru með báta sína skráða í Sandgerði hafa róið þaðan,
Einn af þeim var Tómas Sæmundsson eða Tommi. gerði hann út og var skipstjóri á Hafnarbergi RE . var hann því alltaf kallaður Tommi á Hafnarbergi.
Þetta var árvisst að Tommi kom með fallega hvíta bátinn sinn og réri frá Sandgerði á netum og fór síðan yfir á humarinn yfir sumarið. ( og að mínu mati þá fannst mér Hafnarberg RE alltaf vera flottasti báturinn sem var gerður út frá Sandgerði)
Tommi hélt alltaf tryggð við Miðnes hf í Sandgerði varðandi humarinn eða í vel yfir 20 ár. og hann gat fiskað. þótt að Hafnarberg RE væri ekki stór bátur þá var öflug vél í honum og mjög góður togkraftur enda var Hafnarberg RE iðulega með aflahæstu humarbátunum.
í netin fiskaði hann líka alltaf mjög vel og ætla ég aðeins að fara með ykkur í ferðalag aftur til ársins 1982 og skoða þar mars mánuð.
þessi vertíð 1982 var enginn mokvertíð.
enn kíkjum á hana, mars árið 1982
vika.1. frá 1 til 6 mars,
gekk rólega aflinn alls 33,5 tonn í fimm róðrum. mest 9,4 tonn í róðri,
vika 2 frá 7 til 13 mars.
Gekk ágætlega. aflinn alls 52,3 tonn í sex róðrum og mest 12,7 tonn í róðri.
Vika 3 frá 14 til 20 mars.
Gekk mjög vel. aflinn alls 77,7 tonní sex róðrum og mest 18 tonn í róðri. meðaflinn þessa vikuna tæp 13 tonn.
Vika 4. frá 21 til 27 mars.
Mjög treg veiðin því aflinn var aðeins 17,9 tonn í 4 róðrum eða 4,5 tonn í róðri,
Vika 5 frá 28 til 31 mars.,
fór í 2 róðra og landaði alls 23,9 tonn, og var stærri róðurinn 14,7 tonn.
aflinn alls 205,3 tonn í 23 róðrum .
Hafnarberg RE mynd Kristján Kristjánsson