Trausti ÁR á línu frá Suðureyri.

Er áfram að vinna í árinu 1995.


Suðureyri við Vestfirði hefur í gegnum árin alltaf verið mjög mikill útgerðarbær varðandi línuna,

Mjög margir bátar og þekkt nöfn hafa róið frá Suðureyri í gegnum árin á línu og hafa fiskað vel,

t.d var smábáturinn Ingimar Magnússon ÍS gerður út frá Suðureyri í yfir 20 ár og fiskaði alltaf vel á línuna,

Við ætlum að skoða hérna bát sem reyndar hóf ekki veiðar á línu frá Suðureyri fyrr enn í nóvember árið 1995.

Þessi bátur var með sknr 1156 og hét árið 1995, Trausti ÁR 313,  Þessi bátur var upprunalega smíðaður á Akureyri og hét fyrst

Arinbjörn RE.  Síðan var hann t.d Fagurey SH og Sólfari AK.

Báturinn hét reyndar Jón Klemens ÁR 313 fram í október árið 1995 en fékk þá nafnið Trausti ÁR 313

Báturinn hóf veiðar á línu snemma í nóvember og réri nokkuð stíft í nóvember

fór alls í 20 róðra og landaði 107,6 tonnum eða 5,4 tonn í róðri,

mest 8,9 tonn í einni löndun,

í Desember þá réri báturinn nokkuð duglega líka

Landaði þá 94,9 tonnum í 17 róðrum , þetta er um 5,6 tonn í róðri,

mest 13,6 tonn í róðri

Báturinn réri þá á milli jóla og nýárs og fékk þá 21 tonn í 4 rórðum 

Samtals fékk  því báturinn á línu þessa 2 mánuði 202,5 tonn


Trausti ÁR þarna Sólfari AK, Mynd Hafþór Hreiðarsson