Treg veiði hjá Normu Mary ..2017

Eins og greint var frá á Aflafrettir  fyrr í haust um mokveiðina hjá Normu Mary  EA.  lesa má hana hérna 


Eftir þetta mok þá fór togarinn til veiða í Barnetshafinu og hefur verið að landa í Honnigsvog í Norður noregi,

núna síðstu 14 daga þá hefur veiðin verið frekar treg hjá togaranum.  

hefur landað í síðustu tveim túrum 289,3 tonn og af því þá kom togarinn með 159 tonn eftir 6 daga túr eða ekki nema um 26,5 tonn á dag.

uppistaðan í þessum afla er þorskur.

Þetta er mikill munur frá mokinu sem togarinn lentí í við Grænland í sumar þegar að aflinn fór í 130 tonn á einum sólarhring.


Norma Mary Mynd Svanur Þór Valdimarsson