trollbátur í Portúgal,2017
ég er staddur núna í Portúgal ekki langt frá borginni Porto. í Porto er höfn og þaðan eru nokkrir fiskibátar sem róa,
þó svo ég geti ekki komið með aflatölur frá Portúgal. ( gæti það svo sem ef ég kafaði aðeins ofan í það)
þá ætla ég að sýna ykkur 2 báta sem núna eru að veiða hérna fyrir utan,
sá fyrri er togari eða trollbátur sem heitir Saramago,
þessi stálbátur var smíðaður í ASTILLEROS ARMON - NAVIA, SPAIN árið 1992.
þessi bátur er 27 metra langur og 7 metra breiður.
mælist um 188 tonn.
Saramago Mynd Javier Cx9aaw