Trollbáturinn Guðmundur Ólafur ÓF 91

Núna árið 2023 þá eru fjölveiðiskipin sem stunda veiðar á makríl, kolmuna, loðnu og fleira

ansi stór og mikil og þau eru einungis á þessum uppsjávarveiðum.

sem þýðir að þessi skip eru ekki á veiðum á tildæmis rækju og botnfiski.

á árunum frá um 1970 og vel fram yfir það að kvótinn var settur á, þá voru uppsjávarskipin sem þá voru bara kölluð 
loðnuskip, enda voru þau einungis með nót til veiða.
að þá voru þessir bátar líka á troll og rækjuveiðum.

þegar leið fram að árinu 2000 þá datt þetta að nokkru leyti út, mjög fáir loðnubátar fóru þá á rækjuveiðar, og enn færri fóru á trollveiðar,

en þó gerðist það um haustið árið 1998 að Guðmundur Ólafur ÓF 91 sem stundaði loðnu og síldveiðar allt árið 1998

að í september og október þá réri báturinn á trollveiðum og gekk ansi vel

í september þá landaði Guðmundur Ólafur ÓF 272 tonnum í fimm löndunum og mest 60,3 tonn í róðri

í október þá landaði báturinn tvisvar alls 100 tonnum 

öllum þessum afla var landað á Ólafsfirði 

og því var trollaflinn hjá Guðmundi Ólafi ÓF 372 tonn í 7 róðrum eða 53 tonn í löndun.


Guðmundur Ólafur ÓF mynd Jón Páll Ásgeirsson