Trollbáturinn Kári GK 146,,1982
Mikið um allskonar togveiðar á síðunni núna í dag þegar höfuðborgin okkar er á kafi í snjó.
Litlir trollbátar
í dag þá eru þessi bátar sem við köllum trollbátar nú reyndar togskip með toggetu á við góðan togara. Á árum áður þá voru trollbátarnri allt öðru vísi. og var tildæmis mjög mikið um eikarbátar sem voru minni enn 100 tonn sem voru á trolli. helst voru það bátar í Vestmannaeyjum,
Einn í Grindavík
Í Grindavík þá var gerður út bátur þar síðan árið 1966 sem hét Kári GK 146. þessi bátur var ekki nema 39 brl enn var samt mestmegnis á trolli svo til alla sína útgerðarsögu undir þessu nafni. Kári GK.
ætla að leyfa ykkur að sjá aðeins hvernig þeim gekk á Kára GK í mars árið 1982.
Þá voru þeir á Kára GK að eltast við ýsuna og gekk það ansi vel.
Heildaraflinn hjá Kára GK í mars áirð 1982 var alls 89,1 tonn í 12 róðrum eða 7,4 tonn í róðri.
Af þessum afla ´þá voru 68 tonn af ýsu.
Hérna að neðan má sjá töflu fyrir aflann dag frá degi þennan mánuð árið 1982.
Eins og sést þá var ansi góð veiði hjá Kára GK daganna 17 og 18 mars enn þá landaði Kári GK um 28 tonnum á tveimur dögum, og má geta þess að ýsa var af þeim afla um 22 tonn.
dagur | afli |
2 | 6.64 |
3 | 10.46 |
4 | 9.7 |
10 | 4.12 |
12 | 4.56 |
15 | 5.27 |
16 | 4.92 |
17 | 14.44 |
18 | 13.61 |
19 | 5.781 |
27 | 1.66 |
28 | 8.01 |
Kári GK Mynd Tryggvi Sigurðsson
Kári GK Mynd BJörn Birgisson