Trollveiðar Ólafs Bjarnarsonar SH,,1982

Hérna fyrr í dag birtist listi yfir dragnótabátanna núna í nóvember.  þar á listanum er báturinn Ólafur Bjarnarson SH sem er mjög þekktur bátur í Ólafsvík.    Ólafur Bjarnarson SH hefur verið gerður út frá Ólafsvík núna síðan 1973 eða í 44 ár.


förum aðeins í smá ferðalag aftur til ársins 1982.   þá stundaði báturinn engar dragnótaveiðar.  heldur var báturinn á netum og síðan á trolli yfir sumarið.

Skoðum aðeins hvernig bátnum gekk í júlí árið 1982 á trollinu,

báturinn byrjaði á því að landa 1.júlí alls 22,7 tonnum og var þorskur uppistaðan í þeim afla,

Næsta löndun var 6 júlí alls 38,9 tonn og var þorskur af því um 24 tonn

Þriði túrinn var ansi slakur einungis 9,6 tonn í einni löndun,

Seinustu tveir túrarnir voru nokkuð góðir,

18 júlí kom báturinn með 32,7 tonn í einni löndun

og 28 júlí þá kom báturinn nemð 34,5 tonn í land,

Samtals landaði því Ólafur Bjarnarson SH 138,2 tonnum í 5 rórðum á trollinu í júlí árið 1982.


Ólafur Bjarnarson árið 2012.  mjög ólíkur eins og hann var 1982.