Tryggvi Eðvarð SH endaði árið 2017 með látum

Gylfi og áhöfn hans á Tryggva Eðvarðs SH hafa  átt ansi gott haust og eru ansi ofarlega um það að verða aflahæstir bátanna að 15 bt árið 2017.


Þeir enduðu árið 2017 gríðarlega vel. 

því að þeir lönduðu tvisvar sama daginn alls 29,2 tonnum.

Gylfi sagði í samtali við Aflafrettir.is að þeir hafi fyrst farið út með 36 bala og var með 12,5 tonn á þá bala eða 347 kíló á bala.

í stað þess að fara í land með þessi 12,5 tonn og láta þetta bara  heita gott á árinu 



en nei lönduðu þeir og tóku 48 bala með sér og fór aftur út sama daginn suður fyrir Malarrif

og komu í land seint um kvöldið með fullfermi og vel það.  því uppúr bátnum komu 17,4 tonn, enn eftir endurvigtun þá var heildaraflinn 16,7 tonn.  Ísprósentan var á þorskinum 4.75%

Báturinn var vel siginn með þennan afla og þar sem aflatölur miðast við eftir enduvigtun þá var þetta um 347 kíló á bala eða sama og fyrri túrinn.

Verð á fiskmörkuðum var ansi gott á milli jóla og nýárs og nutu þeir á Tryggva Eðvarðs SH góðs af því, miðað við meðalverð á fiskmörkuðum þennan risadag hjá þeim á tryggva Eðvar SH þá var aflaverðmætið  um 8 milljónir króna og er það ansi gott á aðeins einum degi.


Kæru lesendur haldið svo áfram að styðja við bakið á Aflafrettir.  farið á Aflafrettir.com---og klikkið þar á auglýsingar ef þið sjáið þær.  takk fyrir



Tryggvi Eðvarðs SH mynd Magnús Þór Hafsteinsson