Tryggvi Eðvarðs SH , mokveiði hjá nýjum manni á nýjum stað.
Þessi vertíð fer í bækurnar fyrir mjög svo erfitt tíðarfar frá áramótum, en á móti þá hefur verið mokveiði þá daga sem að bátarnir hafa komist á sjóinn,
Við sunnanvert landið núna í mars þá eru svo til flestir 30 tonna línubátarnir komnir og hafa verið á veiðum utan við Grindavík og Sandgerði.,
Það er ekkert sjálfgefið að skipstjóri sem hefur ekki áður veitt á þessum slóðum mokveiði.
enn þó hefur það gerst
Tryggvi Eðvarðs SH er búinn að vera að róa frá Sandgerði núna síðustu daga enn þar um borð er Friðrik Ólafson skipstjóri
hann var áður með Einar Guðnason ÍS og hætti þar og tók með sér áhöfnina sína sem var á einar og yfir á Tryggva
Friðrik hefur ekki áður róið frá Sandgerði og því síður á línumiðin sem eru utan við Sandgerði,
þrátt fyrir að hafa ekki róið þaðan áður þá hefur Friðrik og áhöfn hans á Tryggva Eðvarðs SH mokveitt síðustu daga
Því í aðeins 5 róðrum þá hefur báturinn landað 86,3 tonnum eða um 17,3 tonn í róðri,
Tryggvi Eðvarðs SH kom með fullfermi um 27 tonn til Sandgerðis sem fengust á heila lögn sem er 22 þúsund krókar
uppreiknað á bala þá er það um 520 kg á bala og er það mokveiði
í dag 25.mars þá kom Tryggvi Eðvarðs SH til Sandgerðis með um 6 tonn, enn vegna veðurs þá dró Friðrik aðeins hluta af línunni,
og þar sem ég var ekki viðstaddur þá sendi ég pabba minn Reynir Sveinsson til þess að mynda bátinn,
þessi 6 tonn fengust á um 10.000 króka og það reiknast sem um 252 kíló á bala.
Ansi flott byrjun á nýju svæði fyrir Friðrik og áhöfn hans á Tryggva Eðvarðs SH
Tryggvi Eðvarðs SH myndir Reynir SVeinsson