Tryggvi Eðvarðs SH einn á sjó, 2018
1.apríl kominn og þá fyllast fjölmiðlar íslands af fréttum og hina og þessa furðulega hluti,
núna þegar ég var að renna yfir AIS að skoða hverjir væru á sjó þá kom í ljós að það eru nokkrir togarar á sjó og einn línubátur,
Tryggvi Eðvarðs SH er nefnilega þegar þetta er skrifað á siglinu yfir Breiðarfjörðinn á leiðinni undir Látrabjarg , enn þar var mokveiði á steinbít fyrir páskanna.
Nokkuð sérstakt að þeir á Tryggvanum séu einir á veiðum núna og miðað við fjölda bala um borð þá er greinilegt að þeir ætla sér risaróður
Gylfi skipstjóri sagði í samtali við Aflafrettir að núna yrði sko tekið á því því um borð væru 120 bala. eða 54.000 krókar,
Þetta er svakalegur fjöldi af bölum og línu, og til samanburðar má geta þess að stærstu línubátarnir t.d Jóhanna Gísladóttir GK eru með 45000 króka í einni lögn,m
Gyfli býst við góðri veiði og á von á því að hann þurfi að fara 2 ferðir til þess að draga þessa 120 bala sem um borð eru,
Tryggvi Eðvarðs SH mynd Magnús Þór Hafsteinsson