Tryggvi Eðvarðs SH seldur

Mikið  um að vera hjá Nesver ehf sem hefur gert út Tryggva Eðvarðs SH síðan árið 2010 og ansi oft verið aflahæstur 


smábáta á landinu.

Núna í haust þá varð sú breyting á að Tryggva Eðvarðs SH var lagt og í staðinn fór Nesver ehf að gera út bátinn Hafdísi sem 

fyrirtækið keypti.  Reyndar varð önnur stór breyting á, en það var að Hafdís er skráð SK, enn ekki SH eins og verið hefur með báta Nesvers,

Nú hefur Tryggvi Eðvarðs SH verið seldur og er báturinn farinn frá ÓIafsvík

kaupandinn er Hrísey Seafood í Hrísey og gera þeir t.d út Straumey EA sem er beitningavélabátur og dragnótabátinn Ísey EA 

báturinn Tryggvi Eðvarðs SH mun stunda veiðar með línubölum frá Hrísey og mun fá nafnið 
'
'Fanney EA 48.

á árinu 2020 þá varð stórbruni í Hrísey þegar að stærstur hluti af fiskverkunar húsi þeirra í Hrísey brann og eyðilagðist,

fyrirtækið hefur keypt annað hús í Hrísey og er að vinna í að standsetja það og sömuleiðis þá er verið að 

vinna í að standsetja beitngaaðstöðu í Hrísey útaf nýja bátnum ,

Aflafrettir óska nýjum eigendum til hamingju með bátinn og óska þeim góðs gengis


Tryggvi Eðvarðs SH mynd Vigfús Markússon