Túnfisksveiðar Byr VE árið 1999

Einn verðmætasti fiskur sem hægt er að veiða við Ísland og helst þá djúpt úti frá Íslandi 


er Túnfiskur.  til þess að veiða túnfisk þá er t.d núna í reglum að bátur þarf að vera minnst 500 tonn af stærð

og úbúnaður bátsins þarf að vera töluverður, til að mynda þurfa lestar bátsins að geta kælt niður í 70 gráðu frost.

Túnfiskurinn hefur helst veiðst mjög langt suður frá Reykjanesi.  allt upp í 500 sjómílur frá landi,

helst eru það bátar frá Japan sem koma á þessar veiðar og veiða þá í sig og sigla svo til Japans með aflann.

Íslendingar sjálfir hafa ekki mikið verið á þessum veiðum enda er enginn bátur útbúinn til þessara veiða.

Árið 1998 þá var mjög mikil veiði á Túnfiski sem Japanir veiddu, og veiddust þá 244 tonn af túnfiski eða um 2200 fiskar.

Byr VE
í Vestmannaeyjum þá voru þar Sveinn Rúnar Valgeirsson og Sævar Brynjólfsson sem gerðu út línubátinn Byr VE .

þeir ákváðu að senda bátinn Byr VE í miklar breytingar í Póllandi beinlínis til þess að veiða túnfisk.

voru helstu breytingar á bátnum þannig að báturinn var lengdur, og skutnum breytt mikið.

stærsta breytingin var sú að lestar bátsins gátu núna fryst niður í 70gráðu kulda.

báturinn kom frekar seint til landsins árið 1998 og gat báturinn lítið veitt um veturinn 1999.

 október 1999.
Til að veiða Túnfiskinn þá þurfti að fara mjög langt í burtu, og Byr VE fór allt suður til Kanaríeyja til að finna túnfiskin,

enn loksins borgaði þessi leit sig því að í október 1999 þá kom báturinn til Vestmannaeyjar með sinn fyrsta farm af túnfiski.

því báturinn landaði 23,9 tonnum af túnfiski, en það gera um 220 fiskar.

kílóverð af frosnum túnfiski hefur farið í 340 þúsund krónur kílóið  á markað í Japan.

Byr VE hélt svo áfram leit af túnfiski út árið 1999 og allt árið 2000. meira um það síðar

 Minni svo enn og aftur á könnun ársins 2023, um báta og fleira,  nei ekki pólitík.Byr VE eftir breytingar. Mynd Tryggvi Sigurðsson