Tveggja saknað eftir að Kambur sökk við Færeyjar

sem betur fer þá hafa sjóslys verið afar fá við Ísland og líka við Færeyjar í allavega 10 ár eða svo.


ég var nú bara með hóp við Jökulsárlón í dag og sá þá frétt sem var ekki gleðilegt

en línubáturinn Kampur frá færeyjum var við veiðar Suður af Akrabergi við Færeyjar 

þegar að báturinn fær á sig stórt brot rétt um kl 0745, og kallaði skipstjórinn strax eftir aðstoð.  

enda var þá Kambur kominn á stjórnborðhliðina

Þyrla kom og náði að bjarga 13 manns en þá var þyrlan orðin full og þurfti að fara til Suðureyjar í Færeyjum með þessa 13

sjómenn og fara síðan út aftur. , þegar að þyrlan kom aftur þá sást strax einn skipverji bátsins

og hafði hann þá hangið utan á Kambi í 3 klst.  var honum bjargað enn  tveir menn voru þá ófundnir, enn Kambur sökk kl 1030.

varðskipið Brimill frá Færeyjum skipurleggur leitina af þeim tveimur skipverjum sem eru ófundnir.

annar þeirra er 47 ára gamall og hinn 57 ára gamall.

nokkur skip eru við leitar af skipverjunum tveimur og þar af 2 íslensk skip Hoffell SU og Barði NK.  Írska uppsjávarskipið Sheanne og LAnzurny 

Frá Rússlandi.  ásamt fleirum sem eru við leit.  

Þegar að slysið gerðist þá var veður nokkuð vont, enn þegar að líður á daginn þá lagaðist veður enn ölduhæð er ennþá töluverð.

Þessi Kambur kom nýr frá Noregi árið 2020, en í Noregi hét báturinn Österfjord, og var 46 metra langur og 11 metra breiður.

Kambur var einn af tveimur línubátur í Noregi sem var með brunn, enn hinn báturinn er Klakkur.  

Kambur landaði árið 2023, um 1600 tonnum , og var auk þess við veiðar á íslandi og er með um 760 tonna kvóta í íslenskri lögsögu.  


Kambur Mynd Regin Torkilsson