Tveir "nýir" netabátar, Bergur Sterki HU og Haförn ÞH


Þá er nýjasti netalistinn kominn hérna á Aflafrettir.is

og það vekur athygli að áhonum eru komnir tveir bátar sem kalla mætti jafnvel nýja báta á netaveiðum,

því þetta eru bátar sem hafa ekki verið á netum ansi lengi,

þetta eru Bergur Sterki HU 17 og Haförn ÞH frá Húsavík.

 Bergur STerki HU
Ef við byrjum á Bergi Sterka HU þá er þetta í fyrsta skipti í sögu bátsins sem hann er á netum.  

Báturinn var smíðaður árið 2003 og stundaði mest megnis línuveiðar.

var síðan á makríl og grásleppu, enn beinar netaveiðar hefur báturinn aldrei verið á fyrr, enn núna

Bergur Sterki HU byrjaði  á netum núna í september og var þá með 8,2 tonn í 3 róðrum..

í október þá var báturinn með 5,1 tonn í 2 róðrum 

og núna í nóvember.  8,3 tonn í 3 róðrum,  

Mest af þessum afla er ufsi, en ansi gott verð hefur verið fyrir ufsa á fiskmörkuðum,

 Haförn ÞH
Hinn báturinn sem hefur hafið netaveiðar er Haförn ÞH frá Húsavík.

þessi bátur var keyptur til Húsavíkur árið 2010,  og hefur að mestu leyti verið gerður út á dragnót

báturinn fór síðast á net aðeins fáa róðra árið 2017,  síðan þá einungis stundað veiðar með dragnót

núna í nóvember þá hóf báturinn aftur netaveiðar, og hefur gengið nokkuð vel

núna í nóvember er Haförn ÞH kominn með 15 tonn í 11 róðrum og mest 4,3 tonn.  af þessu af mest af þorski 11,6 tonn og ufsa um 2 tonn,



Bergur STerki HU mynd Þorgeir Baldursson



Haförn ÞH Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson