Tveir sæbjúgubátar í Njarðvíkurslipp,2018
Sæbjúguveiðin fyrir austan land var búinn að vera mjög góð undir lok á maí og komust bátarnir um og yfir 20 tonn í róðri eins og t.d Friðrik Sigurðsson ÁR og Klettur ÍS
Núna er komið smá stopp í veiðarnar og tveir af þeim bátum sem hafa stundað þessar veiðar eru báðir komnir í slipp í Njarðvík,
Þetta eru Sæfari ÁR sem hefur landað um 274 tonnum og Þristur BA sem er aflahæstur allra bátanna á landinu með um 355 tonn.
Eins og sést á myndunum þá veitir báðum bátunumi ekki af smá yfirhalningu og verður fróðlegt að sjá hvort að t.d Þristur BA muni breyta um lit
þvi eins og menn þekkja þá hét báturinn lengi vel Brimnes BA og fékk þar þennan rauða lit sem einkennir bátanna sem Oddi á Patreksfirði á og gerir út. t.d Núpur BA og Patrekur BA sem báðir eru rauðir.
Myndir Gísli Reynisson. Sæfari ÁR sá blái, Þristur BA sá rauði