Tveir togarar, 2600 tonna afli til Hafnarfjarðar

Árið 2026


byrjað með ansi miklum látum í Hafnarfjarðarhöfn.

reyndar ekki með löndunum frá Íslenskum skipum 

heldur frá skipum sem að mestu eru við veiðar inn í Grænlenskri lögsögu.

 Hafnarfjörður
Tveir togarar komu til Hafnarfjarðar með fullfermi báðir, 

og samtals komu þessir tveir togarar með rúmlega 2600 tonna afla.

Reyndar vekur athygli aflaskiptinginn hjá skipunum .

 Sisimiut
Togarinn Sisimiut kom til Hafnarfjarðar með 1307 tonna afla og var þorskur uppistaðan í þeim afla

eða 1184 tonn.  Sisimiut var við veiðar við Austurströnd Grænlands svo til við 200 mílna landhelgismörkin

á íslensku landhelginni

Sisimiut er 82 metra langur togari og 17,3 metra breiður og er með 7300 hestafla MAN vél í skipinu, var smíðað árið 2019


 Tuuqaalik
Tuuqaalik sem var smíðaður árið 2023 er 82,3 metra langur og 18 metra breiður og hefur 120 tonna frystigetu á sólarhring

skipið er með mjög stóra vél 9800 hestafla MAN vél.

  Tuuqaalik  sem kom til Hafnarfjarðar var líka  með um 1300 tonna afla eða 1305 tonna afla

en þar var þorskur ekki uppistaðan  heldur var þar grálúða uppistaðan í afla togarans.,

990 tonn af grálúðunni voru haus og sporðskorinn og síðan heilfryst

og 314 tonn voru bara slægð.

þessi löndun er ein allra stærsta einstaka löndun togara einungis með grálúðu sem hefur komið til íslands

togarinn var við veiðar við Vesturströnd Grænlands og fór síðan yfir á Austurströndina og kláraði túrinn þar.

Það eru nokkrir togarar á Íslandi sem hafa veitt nokkuð mikið af grálúðu og þeir togarar haft hæstu meðalverðin 

enda eru verð á frystri grálúðu mjög á.

árið 2024 þá var Guðmundur í NEsi RE sem er atkvæðamesti togarinn á Íslandi í veiðum á Grálúðu, að hann var með um 530 króna meðalverð

fyrir árið. 

 Áætlað Aflaverðmæti
Aflaverðmæti fyrir Tuuqaalik liggur ekki fyrir en reikna má með að meðalverðið hjá togarnum hafi verið í kringum 550 krónur , miðað við Guðmund í Nesi RE

en hafa ber í huga að Guðmundur í Nesi RE var líka með fleiri fisktegundir en grálúðu

og þá má áætla að aflaverðmætið úr þessum risatúr hafi verið 720 milljónir króna

Tuuqaalik mynd Alberto dr

Sisimiut mynd Magnús Þór Hafsteinsson


Kæru Lesendur.
árið 2026 komið af stað, ný síða í smíðum
og allur stuðningur vel þeginn
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson