Tvö ný skip til Cetus AS í Noregi.

Í fyrradag þá var birtur listi yfir uppsjávarskipin í Noregi,


Hann er reyndar á ensku, enn hægt er að sjá hann hérna,

Þar kom fram að nýtt skip sem heitir Cetus R-1-K var aflahæstur á nýjasta listann með um 4100 tonn í 4 ferðum mest af Sandsíli eða tobis

En það er nokkuð merkilegt með þetta skip Cetus , því það er svo til glænýtt, var smíðað í sept 2019, eða kom þá á flot

Útgerðin sem á Cetus heitir Cetus AS og gerir ekki bara út Cetus, heldur líka Vikingbank R-3-K.

Það skip er smíðað árið 2000 ,og er 61,7 metra langt og 11,6 metra breitt

Vikingbank er með 3750 hestafla aðalvél af Wartsila .

er með 10 tanka um borð sem samtals eru um 1028 m3, og tekur um 1300 tonn í lestar.

Núna er í smíðum nýtt skip sem mun koma í staðinn fyrir Vikingbank og verður það samskonar og Cetus R-1-K.

það skip er 65 metra langt og 14 metra breitt og er með 4500 hestafla  MAK aðalvél,

það skip eins og nýja Vikingbank er með 8 RSW tanka sem samtals eru 1560M3 og tekur um 1700 tonn í lestar.

Áætlað er að nýji Vikingbank komi í sept 2020.

Saman munu Cetus R-1-K og Vikingbank R-3-K veiða kvóta sem er um 29 þúsund tonn á hvort skip.  

mest af sandsíli eða um 15 þúsund tonn  á hvort skip


Nýi Vikingbank


Gamli Vikingbank Mynd Reidar E jensen


Cetus R-1-K.  Mynd EMS photo