U-Beygja í útgerð Saxhamars SH,,2017
Veit ekki hvort menn tóku eftir því enn á nýjsta dragnótalistanum yfir ágúst þá var einn bátur þar sem vakti ansi mikla athygli. það var báturinn sem var í sæti númer 13.
Þar var nefnilega Saxhamar SH.
Saxhamar SH á dragnót er eitthvað sem hefur aldrei gerst áður í sögu bátsins og því hafði Aflafrettir samband við Friðþjóf Sævarsson skipstjóra á Saxhamri SH til þess að kanna þetta nánar,
U-Beygja í útgerð
Að sögn Friðþjófs þá var ákveðið að taka algjöra U-beygju í útgerð Saxhamars og henda öllu línudótinu í land og hætta að róa á línu. Samhliða þessum breytingum þá var fækkað í áhöfn bátsins og fækkaði úr 14 manns á línunni niður í 8 manns. Saxhamar SH var gerður út þannig að hann var á línu og netum og verður breytt útgerðarmynstur þannig að núna verður báturinn gerður út á dragnót og net.
ástæða
Helsta ástæða þess að farið var útí þessar breytingar var að fiskverð hefur lækkað mikið, veiðigjöld hækkað og beitukostnaður hefur hækkað líka. Skipstjórar sem hafa stundað dragnótaveiðar segja margir að gera út á dragnót sé hagstæðasti útgerðarmátinn í dag.
og í raun snýst þetta um að ná kostnaði á per veitt kíló niður.
Saxhamar SH er í hópi með stærstu dragnótabátum íslands og má kanski segja að Saxhamar SH sé stærsti dragnótabátur landsins. það eru aðrir stóri bátar til eins og Hvanney SF og Steinunn SH. og í Þorlákshöfn er Jón á Hofi ÁR af og til settur á dragnótina,
Einfalt og gott svar. Nei
áhöfn Saxhamar SH eru byrjendur í dragnótaveiði og þegar að Aflafrettir spurðu Friðþjóf hvort hann hefði áður verið á dragnót. þá var svarið stutt og einfalt. "NEI".
Núnaí ágúst þá hefur báturinn landað 53 tonnum í 5 rórðum og mest tæp 18 tonn í einni löndun,.
Saxhamar SH eftir breytingar í Njarðvík. Mynd Hafsteinn Þórarinn Björnsson