Ufsakóngurinn Robbi og Ragnar Alfreðs GK.

í fréttinni um ufsa aflann hjá handfærabátunum þá er minnst þar á Ragnar Alfreðs GK,


þessi bátur sem er orðin 42 ára, smíðaður á Skagaströnd árið 1978 hefur heldur betur látið til sín taka á ufsaveiðunum á handfærunum.

Báturinn fékk nafnið Ragnar Alfreðs GK árið 2008, reyndar var hann Ragnar Alfreðs HU árið 2007.

Róbert Georgsson eða Robbi eins og hann er kallaður hefur haldið um skipstjórn á bátnum alla tíð en hann á bátinn 

og hefur gengið afburðarvel á ufsanum.  

árið 2010 þá var metár hjá bátnum en Ragnar Alfreðs GK var þá langaflahæsti handfærabáturinn á ufsa 

og ekki nóg með það heldur var hann líka aflahæsti smábáturinn á landinu það ár í ufsaafla, landaði alls um 148 tonnum,

júní árið 2010 var metmánuður en þá var mokveiði hjá bátnum,

landaði Ragnar Alfeðs GK alls 61,7 tonni í 11 róðrum og kom mest með 10,3 tonn í land í einni löndun og af því þá var ufsi 10 tonn,

af þessum 61,7 tonna afla í júní þá var ufsinn 59 tonn,

Núna í júní árið 2020 þá byrjar þetta vel hjá Robba því hann er búinn að landa um 15 tonnum í 2 róðrum .

Já alveg óhætt er að segja að Robbi og hans 42 ára gamli bátur Ragnar Alfreðs GK séu ufsakóngar Íslands á handfæraveiðum

og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim gengur í sumar.  

,
Ragnar Alfreðs GK með 10,4 tonn, Mynd Gísli reynisson