Ufsamok hjá Höfrungi III ÁR . ,1984


Höldum okkur aðeins áfram við Þorlákshöfn árið 1984.  

Höfrungur III ÁR er bátur sem íbúar Þorlákshafnar þekkja mjög vel, því þessi bátur var mjög fengsæll þau ár sem hann var gerður út

og vertíðin 1984 var þar ekki undanskilin,

því að vertíðarafli bátsins fór yfir 1200 tonn,

Báturinn byrjaði að veiða um miðjan janúar 1984 og lenti strax í ufsa moki

og í raun þá var báturinn í ufsamoki það sem eftir var að janúar

lítum aðeins á það,

Hérna að neðan má sjá aflann hjá bátnum í janúar, en báturinn landaði 328,7 tonnum í aðeins 9 róðrum eða 36,5 tonn í róðri,

stærsti róðurinn tæp 55 tonn


Dagur afli
15 39.1
17 54.8
18 38.9
20 31.8
21 44.2
26 44.5
27 10.0
29 21.1
30 44.1




Höfrungur III ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson


Eins og segir að ofan þá var vertíðin hjá bátnum mjög góð og t.d var aflinn í mars 393 tonn í 17 róðrum eða 23 tonn í róðri, og mest 52 tonn í róðri,

gott er að hafa í huga að á þessum tíma þá voru ekki undir 100 bátar á netum á svipuðum miðum sem voru að landa þá 

í Grindavík og Þorlákshöfn, og sumir bátar frá Vestmannaeyjum voru á svipuðum slóðum núna.

þetta er mikið breytt núna árið 2020 þar sem netabátarnir á þessum slóðum eru undir 5 núna

og svo þetta í lokinn

Og fyrir þá sem vilja styðja við bakið á mér í þessum aflatölu grúski mínu þá er .  20075-3709  bók 0142-05-1072