Ufsaveiðar á Blika ÞH ,1983
Sandgerði hefur alltaf verið ansi mikill útgerðarbær og var í mörg ár og er kanski ennþá sá útgerðarstaður á íslandi sem hefði flestar landanir yfir heilt ár.
Gríðarlegur fjöldi báta hefur róið þaðan þótt að bátar skráðir í Sandgerði hafa ekki verið margir,
Eitt af þeim fyrirtækjum sem var í tugi ára með báta sína í Sandgerði var Njörður HF. Bátarnir sem Njörður HF gerði út t.d Dagfari og Bliki og seinna meir Þór Pétursson voru allir ÞH og skráðir í húsavík
Þór Pétursson ÞH var smíðaður á ÍSafirði 1989 og heitir í dag Helgi SH. Ég var á bátnum árið 1997 sem 2.vélstjóri. Þór Pétursson ÞH kom í staðin fyrir eikarbát sem hét Bliki ÞH 50 og var Bliki ÞH gerður út frá Sanderði í ansi mörg ár. báturinn réri líka frá Húsavík t.d á rækju
Bliki ÞH réri í Sandgerði á vertíðinni 1983 og byrjaði hana á línu í janúar og febrúar.
öfugt við marga netabáta í mars sem voru að eltast við þorskinn þá voru þeir á Blika ÞH að eltast við ufsann í mars og má segja að þær veiðar hafi gengið nokkuð vel, þótt að aflinn hafi verið mikið rokkandi,
Reyndar þá voru fyrstu tveir róðranna í mars teknir á línu og alls var aflinn um 6,2 tonn á línu,
Eins og sést þá var stærsti róðruinn 25 tonn og af því þá var ufsi um 19 tonn.
Alls landaði Bliki ÞH 121 tonni í 16 róðrum og af því þá var ufsi um 90 tonn
Vertíðaruppgjörið komið. minni áfram á það. 8315575 og á facebook hægt að panta
Bliki ÞH net Mars | |
Dagur | Afli |
5 | 3.5 |
7 | 3.7 |
11 | 1.7 |
12 | 15.6 |
14 | 8.7 |
15 | 3.3 |
16 | 2.4 |
19 | 8.5 |
21 | 4.2 |
22 | 8.1 |
23 | 3.6 |
25 | 25.0 |
25 | 17.2 |
26 | 8.3 |
29 | 3.3 |
30 | 3.9 |
Bliki ÞH Mynd Snorri Snorrason