Ufsavertíðin byrjuð hjá Grímsnesi GK
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með Aflafrettir.is að ansi mikið er eftir að ufsakvótanum og ufsinn hefur verið að fiskast ansi vel
hjá þeim færabátum sem hafa verið á þeim veiðum. t.d voru tveir aflahæstu strandveiðibátarnir á þessari vertíð Dögg SF og Nökkvi ÁR
báðir með ansi mikið af ufsa í aflanum sínum.
Það var um árabil þekkt að netabátar fóru á netaveiðar að veiða ufsa og síðustu ár þá hefur aðeins einn bátur svo til að mestu verið á þeim veiðum,
Grímsnes GK,
Núna hefur Grímsnes GK hafið ufsaveiðar í net og það má alveg segja að veiðarnar byrji nokkuð vel hjá áhöfninni á bátnum.
því þegar þetta er skrifað þá hefur báturinn landað 46 tonnum í 3 róðrum og mest tæp 18 tonn í einni löndun.
Grímsnes GK er að byrja töluvert fyrr á ufsaveiðum núna enn fyrir ári síðan því þá byrjaði báturinn á ufsanum snemma í ágúst.
nægur ufsakvóti er á bátnum og því verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að klára kvóta sem er á bátnum um 300 tonn fyrir 1.sept
ef það næst þá er það ekkert annað enn mokveiði,
Grímsnes GK mynd Jón Kr