um 1400 tonna löndun hjá Rússneskum togara,,2017

Ég skrifaði um daginn um Rússann í Hafnarfirði.


Sá togari er nú ekki gamall eða svo.  smíðaður árið 2001.  

Rússar hafa verð duglegir í að kaupa togara af íslendingum og  sem dæmi má nefna núna nýverið Hrafn GK og Mánaberg ÓF.

mjög margir Rússneskir togara sem eru að veiðum norður af noregi og Rússlandi, og eru þá á veiðum norðar en 70 breiddargráðunni,  landa margir í Noregi,

núna fyrir nokkrum dögum síðan þá kom til Noregs Rússneskur togari sem nú má segja nokkuð nýr,

Nýlegur togari  og Hammerfest
Mirakh sem er smíðaður árið 2014, kom með risalöndun til Rypefjord en þar er fyrirtæki sem heitir Hammerfest Fryseterminal AS.  það fyrirtæki var stofnað árið 1997 og sérhæfir sig í móttöku og geymslu á frystum afurðum.  árlega fara í gegnum þetta fyrirtæki um 70 þúsund tonn af fiski.

Um skipið
Mirakh er 63,85 metra langur og 14 metra breiður.  í togaranum er 6120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila.

Vel yfir 1000 tonn
Togarinn kom eins og að ofan segir með risalöndun því að landað var út skipinu 1368 tonnum og var þorskur uppistaðan af því eða 1137 tonn.  sem var heilfryst.  næst mest var ýsa 132 tonn.  Reyndar var allur aflinn af skipinu heilfrystur.  


Mirak Mynd Jurii Glushcheyskii