um 2000 km leið á 11 metra báti

við þekkjum öll hérna á Íslandi þegar að sjómenn á bátum frá Suðurnesjunum og Snæfellsnesi fara á flakk, þá fara


þeir með báta sína á austurlandið eða þá Norðurlandið.

landleiðin t.d frá Grindavík og t.d austur á Djúpavog er um 578 km og það tekur um 40 klukkutíma að sigla þessa leið 

plús mínus einhverir klukkutímar

Norður
bátarnir sem hafa farið t.d Norður á Siglufjörð þurfa að sigla fyrir Vestfirðina 

og ef t.d er silgd frá Grindavík og Norður til Siglufjarðar þá eru það um 550 km leið.  

Þessi silging tekur svona svipaðan tíma og að sigla frá Djúpavogi eða 35 til 40 klukkutíma,

Barnetshafið
Togarnir sem að hafa verið að fara í Barnetshafið hafa þurft að sigla hátt í 1200 sjómílur eða um 1950 km leið

sú silging hefur tekið um 4 daga aðra leiðina að sigla.

 Noregur
Aflafrettir eru orðnir ansi stór síða í Noregi og núna eru komnir listar yfir báta þaðan, og sjómenn 

frá Noregi hafa margir sent fyrirspurnir um að hafa báta sína á þessum listum 

Flestir bátanna eru gerðir út frá Norður Noregi og þar á meðal einn bátur sem aflafrettir fengu ósk um að hafa á lista

þessi bátur heitir Coygfisk JR R-14-S,  er 11 metra netabátur og telst vera einn af kvótalaustum bátum í Noregi,

Gríðarlega löng leið
það er kanski merkilegt við þetta er að báturinn er að gera út frá Senju í Norður Noregi 

enn þeir sem eiga bátinn eiga  heima í Stavanger

og það er enginn smá leið þarna á milli,

eins og sést á korti þá er landleiðin þarna á milli um 2100 km löng

og sjóleiðin er um 1200 sjómílur eða um 1950 km löng og sagði skipstjórinn að það tæki hann 7 daga að sigla þessa leið á sínum 11 metra báti,

það tekur 3,5 klukkutíma að fljúga þessa leið eða um 30 klukkutím að keyra

Þetta er ansi löng leið og gerir leiðirnar sem að bátarnir á Íslandi þurfa að sigla bara peð samanborðið við þessa löngu 

leið sem eigendur Coygfisk þurfa að sigla

það skal reyndar tekið fram að þessa leið sigla þeir ekki oft, því meðan þeir róa bátnum þá búa þeir í bátnum 

og hafa líka aðstöðu í landi í Senju


Coygfisk mynd Philippe Variot