Þungt hljóð í mokveiði í Sandgerði

Kíkti á bryggjuna í Sandgerði núna 19.desember og óhætt er að segja að vetrarvertíðin árið 2022 sé nú þegar byrjuð,


mjög góð og jafnvel mokveiði var hjá öllum bátunum í dag og komu bátarnir svo til fullir af fiski hver á eftir öðrum,

Sem dæmi má nefna að Geirfugl GK var með um 8 tonn á 27 bala og það reiknast sem um 296 kg á bala.

Addi Afi GK var með rúm 10 tonn í 32 bala og það reiknast með 313 kg á bala og má geta að deginum áður

þá var Addi Afi GK með 12 tonn líka á 32 bala,

Margrét GK var með 11 tonn og líka 11 tonn deginum áður 

Sævík GK var með um 9 tonn, Óli á STað GK með um 9 tonn sem og Jón Ásbjörnsson RE og Dóri GK var með svipað.

Auk þess voru netabátarnir að fiska mjög vel , og var áætlað að yfir 100 tonn hafi komið á land í Sandgerði í dag

Þungt hljóð í mokveiði
Mjög stór og mikill þorskur er kominn á miðin og þrátt fyrir þessa góðu og jafnframt mokveiði þá var þungt hljóðið í skipstjórunum.

Afhverju?
 jú útaf því að togbátarnir eru komnir á miðin sem línubátarnir hafa verið á.  

Eins og greint hefur verið frá hérna á Aflafrettir þá eru línumiðin sem liggja beint útaf af Sandgerði og sirka 16 mílur út  ein

af elstu línumiðum á íslandi og aflinn sem línubátar hafa tekið á land af þessum miðum skiptir þúsundum tonna.

á árum áður þá voru trollbátar og þá aðlega frá Sandgerði sem og Keflavík sem voru að toga þarna utan við enn þeir voru 

langtum því jafn öflugir og bátarnir sem eru í dag.   togbátarnir sem eru 3 mílna togbátar eru með togkraft 

á við togara sem á að vera utan við 12 mílurnar.

það eru svokallaðir 29 metra bátar sem mega veiða að 3 mílunum og að 4 mílunum þá mega bátar sem eru styttri enn 42 metrar

veiða.  

Samtöl við sjómenn
í Samtali mínu við skipstjóra á bátunum þá var ekki gott hljóðið í þeim útaf togbátunum sem eru einmitt á þessu miðum

og t.d að mynda þá kom einn togbátur og togaði skammt frá þar sem að Geirfugl GK var með síðasta rekkann sinn og það kom engin 

fiskur á þann rekka.   

Margir línubátanna eru að beita síld og fiskurinn sækir í þá beitu, enn það eru dæmi um að togbátarnir hafa togað í sömu stefnu 

og línan er lögð og gert það að verkum að lítill sem enginn afli fæst á þá línu

Einn skipstjórinn sendi mér eftirfarnandi skilaboð.   " Óþolandi að hafa þessa togara hérna á stressinu.  helvítis fíflagangur að þetta

skuli líðast.  það er eins og menn læri ekki skapaðan hlut með árum og reynslu".

í Samtali við skipstjóranna þá voru þeir sammála um að þessi togbátar þeir geta alveg eyðilagt þessi fengsælu 

fiskimið utan við Sandgerði og höfðu menn mjög þungar áhyggur af þessu.

Sjávarútvegsráðuneytið
ÞEss má geta að Aflafrettir sendu sjávarútvegsráðuneytinu póst um þetta mál 

og hefur sjávarútsvegsráðuneytið svarað erindi Aflafretta og mun ég birta svar þess um jólin.


Daðey GK með um 13 tonn


Addi Afi GK með um 10 tonn 


Margrét GK með um 11 tonn


Óli á Stað GK með um 9 tonn Myndir Gísli Reynisson