Uppsjávarskipin árið 2022, Aukaafli samtals 757 tonn


Hérna á Aflafrettir þá hef ég gert upp árið 2022 hjá uppsjávarskipunum nema ekki birt um aukaaflann sem skipin veiddu

uppsjávarskipin eru nefnilega líka að koma með slatta af öðrum tegundum heldur enn það sem er mest veitt af,  og er þá verið að tala um Síld, loðnu, kolmuna og makríl

Samtals þá veiddu skipin árið 2022.  757,3 tonn af aukategundum.

Og ef við skoðum tegundir

þá var 17,1 tonn af ýsu,  og hæstur í ýsunni var Heimaey VE með 4,3 tonn,

Ufsi,  samtals 30,4 tonn og hæstur í ufsanum var Ásgrímur Halldórsson SF með 6,6 tonn.

Karfi, samtals 36,8 tonn, og hæstur í karfanum var líka Ásgrímur Halldórsson SF með 10,7 tonn.

Spærlingur, samtals 208,7 tonn, og hæstur í spærling var Hoffell SU nýi með 58,8 tonn.

Þorskur, samtals 241,7 tonn, og hæstur í þorskinum var Hoffell SU ( gamla) með 48,1 tonn sem er ansi mikið.  
og það má geta þess að níu skip sem veiddu yfir 10 tonn af þorski árið 2022, 
næstur á eftir Hoffelli SU var Ísleifur VE með 23,7 tonn, og Álsey VE með 18,4 tonn. 

Grásleppa, samtals 76,6 tonn, og hæstur í grásleppunni var Vilhelm Þorsteinsson EA með 9,5 tonn.

Gulllax, samtals 143,1 tonn, og hæstur í Gullaxi var Hoffell SU nýi með 35,3 tonn.

Hérna að neðan er listi yfir skipin og aukategundir þeirra og sést að nýja Hoffell SU var með mesta aukaafla eða 104,1 tonn
en alls voru fimm skip sem voru með yfir 50 tonn af aukaafla hvert skip árið 2022.


Hoffell SU mynd Loðnuvinnslan




Sæti Nafn Samtals Aukaafli Mesta tegund
1 Hoffell SU 80 nýi 104.15 Spærlingur 58.7 tonn
2 Venus NS 150 52.20 Gulllax 34.3 tonn
3 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 51.65 Spærlingur 40.5 tonn
4 Ísleifur VE 50.69 Þorskur 23.7 tonn
5 Hoffell SU 80 50.19 Þorskur 48.1 tonn
6 Ásgrímur Halldórsson SF 48.20 Spærlingur 15.5 tonn
7 Beitir NK 44.37 Spærlingur 24.4 tonn
8 Álsey VE 41.59 Þorskur 18.4 tonn
9 Víkingur AK 35.71 Þorskur 14.9 tonn
10 Jóna Eðvalds SF 31.51 Spærlingur 10.3 tonn
11 Aðalsteinn Jónsson SU 28.97 Gulllax 15.4 tonn
12 Sigurður VE 27.86 Gulllax 10.8 tonn
13 Heimaey VE 24.81 Þorskur 13.3 tonn
14 Gullberg VE 292 22.90 Spærlingur 16.5 tonn
15 Huginn VE 21.93 Þorskur 13.1 tonn
16 Börkur NK Nýi 21.92 Spærlingur 14.9 tonn
17 Jón Kjartansson SU Nýi 21.28 Þorskur 12.2 tonn
18 Svanur RE 45 17.84 Þorskur 13.8 tonn
19 Guðrún Þorkelsdóttir SU 12.60 Þorskur 9.5 tonn
20 Sighvatur Bjarnason VE 81 10.13 Þorskur 9.7 tonn
21 Suðurey VE 11 9.30 Þorskur 7.6 tonn
22 Hákon EA 9.15 Gulllax 4.5 tonn
23 Bjarni Ólafsson AK 6.65 Þorskur 5.7 tonn
24 Barði NK 120 4.57 Grásleppa 2.1 tonn
25 Polar Ammassak GR-18- 3.64 Þorskur 3.5 tonn
26 Tasiliaq GR-06 2.91 Ýsa 1.4 tonn
27 Polar Amaroq 3865 0.63 Þorskur 379 kíló