Uppsjávarskipin í Noregi árið 2022. um 1,4 milljón tonn.
Hérna á Aflafrettum þá hefur verið litið á afla íslensku og Færeysku uppsjávarskipanna.
heildaraflinn hjá þeim íslensku var um 1.milljón tonn. hjá Færeyjum var aflinn um 600 þúsund tonn.
og þá er komið að Noregi.
Noregur er nokkuð sérstakt varðandi veiðar á t.d síld og makríl, því að mjög margir mjög litlir bátar eru á þeim veiðum.
allt niðri báta sem eru undir 6 metrum langir.
alls voru hátt í 490 bátar sem lönduðu uppsjávarfiski, Makríl, Kolmuna, Loðnu, Síld, Sandsíli og fleiri tegundum í Noregi.
Aflinn var samtals 1.milljón og 475 þúsund tonn sem skipin lönduðu
af þessum afla þá var mest af síld eða 636 þúsund tonn
396 þúsund tonn var makríll
196 þúsund tonn af kolmuna
43 þúsund tonn af loðnu í Barnetshafinu
og 92 þúsund tonn af loðnu veidd á Íslandi.
83 þúsund tonn af sandsíli.
5 yfir 20 þúsund tonn
57 bátar í Noregi veiddu yfir 10 þúsund tonn hvert, og af þeim þá voru aðeins 5 bátar sem veiddu yfir 20 þúsund tonnin hvert
Libas
Libas var aflahæstur með 24 þúsund tonn og því var makríll 5600 tonn, Síld um 11 þúsund tonn, kolmunni 4700 tonn,
Libas er nýtt skip, smíðað árið 2021 og hóf veiðar um mitt ár 2021
áætlað aflaverðmæti Libas er um 2,2 milljarðar króna eða um 91 króna á kílóið.
Aflahæsta íslenska skipið var með um 75 þúsund tonn, en líklega mun minna aflaverðmæti
Hérna er listi yfir 20 aflahæstu uppsjávarskipin í Noregi árið 2022.
Sæti | Nafn | Afli | Makrill | Síld | Kolmunni | Loðna, Ísland og barnetshaf | Sandsíli |
1 | Libas | 24225 | 5641 | 11421 | 4711 | 883 | 3250 |
2 | Havskjer | 21170 | 4105 | 10565 | 5995 | 3890 | |
3 | Kvannøy | 20905 | 4195 | 12110 | 6970 | 2225 | |
4 | Østerbris | 20757 | 4147 | 10705 | 6000 | 4000 | |
5 | Selvåg Senior | 19576 | 3116 | 11500 | 6760 | 2310 | |
6 | Harvest | 19361 | 4113 | 4433 | 2390 | 1805 | 4760 |
7 | H Østervold | 17825 | 3275 | 10200 | 6350 | 3150 | |
8 | Slaatterøy | 17559 | 4224 | 10010 | 3280 | 1520 | |
9 | Ocean Star | 16700 | 11660 | 0 | 0 | ||
10 | Birkeland | 16563 | 3838 | 8305 | 4685 | 2790 | |
11 | Gerda Marie | 16524 | 4335 | 7720 | 3380 | 1645 | |
12 | Christina E | 16512 | 3399 | 7950 | 3250 | 2080 | |
13 | Bømmelfjord | 16207 | 2401 | 8250 | 3415 | 0 | 4385 |
14 | Kings Bay | 16198 | 3698 | 7210 | 2950 | 2850 | |
15 | Eros | 16099 | 4760 | 7759 | 3200 | 1350 | |
16 | Hardhaus | 15933 | 4083 | 8025 | 3745 | 1670 | |
17 | Ligrunn | 15732 | 3485 | 5295 | 1670 | 2095 | 3325 |
18 | Gunnar Langva | 15708 | 4499 | 6814 | 2990 | 2070 | |
19 | Talbor | 15642 | 4062 | 7930 | 4650 | 1640 | |
20 | Smaragd | 15576 | 3727 | 7250 | 3000 | 2630 |
Libas mynd Nathan Boyle