Uppsjávarskipin í Noregi árið 2022. um 1,4 milljón tonn.


Hérna á Aflafrettum þá hefur verið litið á afla íslensku og Færeysku uppsjávarskipanna.  

heildaraflinn hjá þeim íslensku var um 1.milljón tonn.  hjá Færeyjum var aflinn um 600 þúsund tonn. 

og þá er komið að Noregi.

Noregur er nokkuð sérstakt varðandi veiðar á t.d síld og makríl, því að mjög margir mjög litlir bátar eru á þeim veiðum.
allt niðri báta sem eru undir 6 metrum langir.

alls voru hátt í 490 bátar sem lönduðu uppsjávarfiski, Makríl, Kolmuna, Loðnu, Síld, Sandsíli og fleiri tegundum í Noregi.

Aflinn var samtals 1.milljón og 475 þúsund tonn sem skipin lönduðu

af þessum afla þá var mest af síld eða 636 þúsund tonn

396 þúsund tonn var makríll

196 þúsund tonn af kolmuna

43 þúsund tonn af loðnu í Barnetshafinu

og 92 þúsund tonn af loðnu veidd á Íslandi.

83 þúsund tonn af sandsíli.

 5 yfir 20 þúsund tonn
57 bátar í Noregi veiddu yfir 10 þúsund tonn hvert, og af þeim þá voru aðeins 5 bátar sem veiddu yfir 20 þúsund tonnin hvert

 Libas
Libas var aflahæstur með 24 þúsund tonn og því var makríll 5600 tonn, Síld um 11 þúsund tonn, kolmunni 4700 tonn,

Libas er nýtt skip, smíðað árið 2021 og hóf veiðar um mitt ár 2021

áætlað aflaverðmæti Libas er um 2,2 milljarðar króna eða um 91 króna á kílóið.

Aflahæsta íslenska skipið var með um 75 þúsund tonn, en líklega mun minna aflaverðmæti


Hérna er listi yfir 20 aflahæstu uppsjávarskipin í Noregi árið 2022.




Sæti Nafn Afli Makrill Síld Kolmunni Loðna, Ísland og barnetshaf Sandsíli
1 Libas 24225 5641 11421 4711 883 3250
2 Havskjer 21170 4105 10565 5995 3890
3 Kvannøy 20905 4195 12110 6970 2225
4 Østerbris 20757 4147 10705 6000 4000
5 Selvåg Senior 19576 3116 11500 6760 2310
6 Harvest 19361 4113 4433 2390 1805 4760
7 H Østervold 17825 3275 10200 6350 3150
8 Slaatterøy 17559 4224 10010 3280 1520
9 Ocean Star 16700 11660 0
0
10 Birkeland 16563 3838 8305 4685 2790
11 Gerda Marie 16524 4335 7720 3380 1645
12 Christina E 16512 3399 7950 3250 2080
13 Bømmelfjord 16207 2401 8250 3415 0 4385
14 Kings Bay 16198 3698 7210 2950 2850
15 Eros 16099 4760 7759 3200 1350
16 Hardhaus 15933 4083 8025 3745 1670
17 Ligrunn 15732 3485 5295 1670 2095 3325
18 Gunnar Langva 15708 4499 6814 2990 2070
19 Talbor 15642 4062 7930 4650 1640
20 Smaragd 15576 3727 7250 3000 2630

Libas mynd Nathan Boyle