Uppspretta grálúðukvótans,,2017
í litlu fréttinni hérna til hliðar um 2 nýja báta á grálúðunni. Sæbjörgu EA og Sæþór EA,
að þá kemur þar fram þar að báðir bátarnir fengu grálúðukvóta leigðan af sama skipi.
Ásgrími Halldórssyni SF. sem er jú loðnu, síldar og makrílskip og hefur aldrei svo vitað sé verið að stunda veiðar á grálúðu,
enn hvaðan kemur þá kvótinn sem Ásgrímur Halldórsson SF er að leiga frá sér.
eða í raun þá er eigandinn af skipinu Skinney-Þinganes Hf á Hornafirði að leigja hann frá sér,
jú hann kemur frá öðru skipi í eigu Skinneyjar, og það er líka bátur sem aldrei hefur stundað grálúðuveiðar. og það er líka loðnuskip,
Jóna Eðvalds SF sem samkvæmt kvótayfirliti fékk úthlutað 42 tonna grálúðukvóta fyrir þetta fiskveiði ár
og hvert fór sá kvóti. jú hann var allur fluttur yfir á Ásgrím Halldórsson SF þaðan sem honum hefur síðan verið leigður út,
já uppspretta kvóta kemur oft frá furðulegum stöðum,
Jóna Eðvalds SF mynd Jón Steinar Sæmundsson