Úps !Var aðeins of fljótur á mér, 2017

Ég setti nokkuð marga lista inná síðuna í dag.  og skrifaði alla listanna sem lokalistana.


Eitthvað var ég kanski fullsnöggur að afgreiða þessa lista sem lokalista.  t.d listann bátar að 15 BT,  Bátar yfir15 BT og netabátanna.

Ég hélt að allar aflatölur væru komnar inn, enn það kom síðan í ljós í dag að það var sko aldeilis  ekki,

Ég skrifaði eitt sinn að Aflafrettir.is síðan hefði á að skipa bestu lesendur sem nokkur síða hefði á að skipa.  og það sannaðist í dag.   því  að ég fékk gríðarlega mörg skilaboð.  inná aflafretta skilaboðin sem er á Facebook , í netpóstinn gisli@aflafrettir.is og símtöl,

já kæru lesendur.  það gleður mig alltaf að heyra í ykkur og finna það að það er öll flóran í sjómennsku á landinu óháð skipastærð eða veiðarfærum sem er að fylgjast með þessum listum sem á síðunni eru í gangi,

og það sannaðist svo sannarlega í dag því að ég fékk nokkuð margar ábendingar um að það vantaði hinar og þessar tölur inn á hina og þessa báta.   .  þannig að já vonandi munu allar aflatölur koma inn á morgun ef ekki á morgun þá á miðvikudaginn og þá koma réttu lokalistarnir.  

þannig að kæru lesendur útum allt land.  

Takk kærlega fyrir að fylgast svona vel með síðunni og að vera í sambandi við mig ef eitthvað bjátar á.  

stend við það sem ég hef sagt.  Aflafrettir eigu bestu lesendur sem nokkur netmiðill á.  punktur .

set svo eina mynd með svo þetta sé  ekki myndalaus pistill

Andey GK Mynd GísliReynisson