Þuríður Halldórsdóttir GK á netum í mars 1984.

Fyrirtækið Þorbjörn ehf í Grindavík á núna árið 2023 aðeins einn línubát, og sá bátur heitir Valdimar GK.


Þessi bátur Valdimar GK var síðasti báturinn sem fiskvinnslufyrirtæki í Vogum keypti, en það fyrirtæki hét Valdimar HF, og keypti bátinn Valdimar GK 

árið 1999 og hét þá báturinn fyrst Vesturborg GK, en fékk nafnið Valdimar GK árið 2000.

Þetta fyrirtæki Valdimar HF í Vogum gerði út nokkuð marga báta, helst ber að nefna

´báta sem hétu Ágúst Guðmundsson GK og Ágúst Guðmundsson II GK, seinna meir þá var aðeins einn bátur 
sem hét þessu nafni Ágúst Guðmundsson GK.

Þuríður Halldórsdóttir GK 
fyrirtækið gerði líka út bát og síðan nokkra togara sem hétu Þuríður Halldórsdóttir GK 94.

Einn af þeim var með skipaskrárnúmer 1009 og sá bátur átti sér nokkuð langað sögu í Vogum undir þessu nafni Þuríður Halldórsdóttir GK.

árið 1992 þá var báturinn seldur til Húsavíkur og fékk þar nafnið Kristbjörg ÞH og var þá á rækjuveiðum.

um haustið 1997, þá var báturinn seldur til Sauðárkróks og fékk þar nafnið Röst SK og með því nafni í 20 ár.

en báturinn þegar hann hét Þuríður Halldórsdóttir GK veiddi ansi vel og hérna lítum við aðeins aftur í tímann

 MArs 1994
og skoðum mars mánuð árið 1984.

þá var báturinn á netum og eins og sést að neðan þá réri báturinn ansi mikið.

heildaraflinn var alls 344,5 tonn í 26 róðrum og það gerir 13,2 tonn í róðri.  

Vikuna 11 mars til 17 mars þá var mokveiði hjá bátnum, því Þuríður Halldórsdóttir GK landaði þá

alls 176,3 tonnum í 6 róðrum og gerir það 29,4 tonn í róðri.  

eins og sést þá landaði báturinn í þremur höfnum.  Sandgerði, Grindavík og Njarð´vik
Dagur Afli Höfn
1.3 5.41 Sandgerði
2.3 2.73 Sandgerði
3.3 2.06 Sandgerði
5.3 3.52 Grindavik
6.3 6.13 Grindavik
7.3 7.72 Grindavik
8.3 7.77 Grindavik
9.3 11.56 Grindavik
10.3 8.94 Grindavik
12.3 27.69 Grindavik
13.3 35.95 Grindavik
14.3 33.75 Grindavik
15.3 22.95 Grindavik
16.3 37.75 Grindavik
17.3 18.16 Grindavik
19.3 11.84 Grindavik
20.3 7.53 Grindavik
21.3 8.28 Grindavik
22.3 7.13 Sandgerði
23.3 25.10 Sandgerði
24.3 19.29 Sandgerði
26.3 7.77 Sandgerði
27.3 7.55 Njarðvík
28.3 12.18 Njarðvík
29.3 3.80 Njarðvík
31.3 1.90 Njarðvík


Þuríður Halldórsdóttir GK mynd Birgir Karlsson