Útgerð Frosta ÞH kaupir Ottó N Þorláksson RE, 2017
Það er mikið um að vera hjá HB Granda núna í ár. Von er á þremur nýjum ísfiskstogurum til landsins. og er reyndar einn þeirra kominn , Engey RE. Að auki þá stefna þeir á að loka bolfisk vinnslu sinni á Akranesi og til viðbótar að láta smíða nýjan frystitogara.
Í kjölfar þess að þessir þrír nýjur ísfiskstogarar koma, Engey RE, Akurey RE og Viðey RE þá munu núverandi ífiskstogarar HB Granda hætta veiðum. Ásbjörn RE, Ottó N Þorláksson RE og Sturlaugur H Böðvarsson AK.
Nú hefur útgerð Frosta ÞH keypt Ottó N Þorláksson RE og mun fá hann afhentan í ágúst á þessu ári.
Núverandi Frosti ÞH er svokallaður 3 mílna bátur þar sem að hann er styttri enn 30 metrar að lengd, en Ottó N Þorláksson RE er mun stærri togari eða 57 metra langur samborið við tæpa 29 metra hjá Frosta ÞH.
Þorsteinn Harðarson skipstjóri á Frosta ÞH og framkvæmdastjóri útgerðarinnar sagði í samtali við Aflafrettir að helsta ástæða þess að útgerðin ákvað að kaupa Ottó N Þorláksson RE væri breytt útgerðarmynstur.
Frosti ÞH er mjög vel kvótastæður og er með um 2930 tonna þorskígildiskvóta. auk þess um 800 tonna makrílkvóta. .
Þorsteinn sagði að ástand Ottós N Þorlákssonar RE væri mjög gott og eina sem hann ætlaði að láta gera væri að setja í togarann snigilskælikerfi eins hefur verið í Málmey SK og notast með góðum árangri.
Stærsta breytinginn og sem jafnframt er helsta ástæðan að útgerðin ákvað að stækka við sig , er sú að stefnan er sett á að sigla með aflann erlendis. Þorsteinn sagði að lestin í Ottó tæki hátt í 200 tonn af fiski í körum og vegna nýja kælikerfisins sem og krapakælingu þá verður hráefnið mjög gott til siglingar, enda er fiskverð mun hærra á mörkuðum erlendis enn á íslandi.
Nokkuð langt er síðan að íslensk fiskiskip fóru í siglingar erlendis, en þetta var mjög algengt á árum áður og dæmi eru um að nokkrir togarar voru að mestu í að sigla með aflan erlendis. t.d Ýmir HF, Rán HF, Vigri RE og Ögri RE.
Núverandi Frosti ÞH verður seldur og sagði Þorsteinn að risafyrirtækið Havfisk í Noregi væri í viðræðum um að kaupa Frosta ÞH í staðinn fyrir Stamsund sem var seldur til íslands og heitir Sirrý ÍS í dag
Ottó N Þorláksson RE nýi Frosti ÞH Mynd Þórhallur
Frosti ÞH Mynd Grétar Þór