Útgerð Grundfirðings SH hætt, 2018
Núna í dag þá er ég búinn að setja inn 3 lista sem allir eru að mestu með línubátum,
einn af þeim listum er línubáta listinn sjálfur. og á þeim lista hefur undanfarin ár verið línubáturinn Grundfirðingur SH verið á,
Núna fer reyndar að sjá fyrir endan á útgerð bátins því að Soffians Cecilsson ehf sem gerir út bátinn hefur sagt upp allri áhöfn bátsins og mun bátnum verða lagt núna í lok maí.
vefur skessuhorns.is greinir frá þessu og þar er haft eftir Friðbirni Ásbjörnssyni framkvæmdastjóra að ástæðan væru margir þættir eins og " þetta eru margir þættir. Sterk króna, há veiðigjöld á þær fisktegundir sem skipið veiðir og svo höfum við verið í vandræðum með að manna skipið"
merkilegt þetta sem hann segir að þeir hafi átt í erfiðleikum með að manna bátinn.
Eitt sinn þá var það upphefð að komast á sjóinn enn þvi miður virðst það ekki vera þannig núna. Háskólar íslands fullir af fólki sem menntar sig í öðru enn sem snýr að sjómennsku. sorgleg þróunn.
sömuleiðis segir hann að veiðgjöldin hafi hækkað um 47 milljónir á milli ára og þarf útgerðin að borga um 62 milljónir í veiðigjöld.
Grundfirðingur SH hét áður Hringur GK og var smíðaður árið 1972 í Garðabæ og hefur á þessum 46 árum sínum í útgerð á Íslandi aðeins heitið fimm nöfnun.
hét fyrst Þorlákur ÁR frá 1972 til 1977.
frá 1977 til 1979 Brimnes SH 257
frá 1979 til 1982 Rita NS og var þá gerður út frá Hornafirði,
og árið 1982 fékk báturinn nafnið Hringur GK og hét því nafni í um 30 ár.
Alltaf sorglegt að skrifa svona frétt um uppsagnir á skipverjum
Grundfirðingur SH mynd Vigfús Markússon