Útgerð í Höfnum og Helgi SH 144,,1984

í gegnum tíðina þá hefur mikill afli komið á land í þeim 3 aðalhöfnum sem eru á Suðurnesjunum 


Grindavík, Sandgerði og Reykjanesbæjarhöfnum, enn innan þess eru t.d Keflavík. Njarðvík og Helguvík.

Reyndar eru fleiri hafnir á Suðurnesjunum sem afli var landaður á.  t.d Vogar á Vatnleysuströnd

STafnes  og Garður

enn líka er þarna lítill bær sem heitir Hafnir og telst hann til Reykjanesbæjar.  Þar er höfn og nokkuð mikil útgerð var þaðan

frá sirka 1960 og áleiðis að 1990.   þar var t.d Eggert Ólafson með fiskverkun og síðan frystihúsið Hafnir HF

innsiglinginn til Hafna er nokkuð erfið og hafnaraðstæður þarna erfiðar.  t.d er dýpi við endan á bryggjunni á stórstraumsfjöru aðeins 2 metrar

þetta þýddi að aðeins minni bátar voru að róa frá Höfnun, bátar sem voru að 10 tonn , þó svo að sumir stærri bátar hafa komið þarna til löndunar,

1984 þá var Frystihúsið Hafnir hf starfrækt og tók það  á móti um eitt þusund tonnum af fiski sem að mestu var landað í Höfnum 

enn líka kom fiskur þangað sem var landaður í öðrum bæjum enn var ekið til Hafna,

Einn af þeim bátum sem réru frá Höfnum var Helgi SH 144 sem var 8 tonn að stærð,

Helgi SH réri á netum t.d í maí og fiskaði nokkuð vel eða 28 tonn í 17 róðrum, mest 3,6 tonn


dagur afli
1 1.47
3 0.62
4 1.61
6 1.25
7 0.95
8 1.73
9 2.51
11 3.58
12 2.17
14 3.23
15 1.18
17 0.53
21 1.05
22 2.70
23 0.33
25 1.76
27 1.28

Handfærabátar sem lönduðu í Höfnum fiskuðu margir hverjir mjög vel enda mjög stutt á miðin  og þar var líka bátur 

sem hét því skemmtilega nafni Sveinn Jónsson GK,  alveg eins og togarinn Sveinn Jónsson KE


Helgi SH mynd Hafþór Hreiðarsson



Hafnir og höfnin í Höfnum