Útgerð Ólafs Bjarnarsonar SH seld

Ólafsvík.  Eini bærinn á íslandi sem ennþá hefur frekar stóra báta í útgerð sem tengjast einstaklingum eða fjölskyldum,


Allt í kringum landið þá hafa þessar útgerðir horfið með öllu og margir bæir orðnir kvótalausir. t.d Þorlákshöfn og Sandgerði 

Fyrir ekki svo löngu síðan þá var greint frá því að FISK ehf hefði keypt 60% hlut í Steinunni ehf sem gerir út bátinn Steinunni SH.

Og núna er annað rótgróið útgerðarfyrirtæki í Ólafsvík líka orðið selt

er þetta fyrirtækið Valafell ehf sem gerir út bátinn Ólaf Bjarnason SH.

ÞEtta fyrirtæki á sér nokkuð langa sögu í Ólafsvík 

Nú hefur KG fiskverkun á Rifi keypt allt hlutafél í Valafelli og þar með bátinn Ólaf Bjarnason SH og allan kvótan sem var á bátnum eða um 960 tonna

kvóta miðað við Þorskíglidi.

KG fiskverkun gerir út bátinn Tjald SH og ekki er vitað hvort að útgerðin munu gera áfram út Ólaf Bjarnason SH, 

sá bátur var smíðaður árið 1973 og hefur alla tíð síðan haldið sínu sama nafni frá upphafi.


Ólafur Bjarnason SH mynd Vigfús Markússon