Útgerðarbærinn Selfoss,,2017



Meirihluti af bæjarfélugum á íslandi liggja að sjó og hafa því hafnir. nema kanski Vík í Mýrdal.  inná landi sjálfu eru ekki margir bæir sem ekki liggja að sjó, en hafa þó stórar ár sem liggja þar í gegn. t.d  Kirkjubæjarklaustur með Skaftá.  Egilsstaðir með Lagarfljót  

Og Selfoss sem er stærsti bær á íslandi sem ekki er niður við sjó.  þar í gegn rennur Ölfusá.  

Þrátt fyrir að Selfoss liggi ekki að sjó þá hafa nú engu að síður nokkrir bátar verið skráðir með heimahöfn þar.  

tvö stærstu skipin sem þar hafa verið skráð eru trollbáturinn Páll ÁR sem strundaði mikið trollveiðar og landaði erlendis og er t.d eini íslenski trollbáturinn sem fór til veiða í smugunni á sínum tíma.  


Páll ÁR Mynd Tryggvi Sigurðsson

hinn er pólski togarinn Bjarni Herjólfsson ÁR sem var skráður á Selfossi frá því hann var smíðaður og þangað til hann var seldur til Akureyrar og fékk þar nafnið Hrímbakur EA.
þessi togari er ennþá til enn hann heitir í dag Klakkur SK

Bjarni Herjólfsson ÁR mynd Vigfús Markússon,

í dag er svo til engin bátur skráður á Selfossi. enn þar er aftur á móti fyrirtæki sem margir ættu að kannast við.  
Ég hlusta mikið á tónlist þegar ég er að vinna síðuna og keyra , og ég var mikið glaður þegar að ég heyrði að útvarp suðurlands sem hefur aðsetur á Selfossi byrjaði að heyrast í Reykjavík og á Suðurnesjunum ,

skemmtileg tilbreyting að fá að hlusta á útvarpstöð sem beinir ekki spjótum sínum einungis að Reykjavíkursvæðinu.  

í dag þá er útvarpsvæði ÚTvarps Suðurlands sirka 260 þúsund manns.

FM tíðni þeirra er  FM 963

og í reykjavík og suðurnesjunum FM 973.

já þið áttuð ykkur á þessu.  tenging við báta á Selfossi var til að kynna útvarpstöðina, enn mér finnst það bara gott mál að kynna fyrir ykkur hluti sem gleðja