Úthafskarfamok hjá Sjóla HF í maí árið 1993.
Uppúr 1989 þá fór fyrsti íslenski togarinn til veiða á Úthafskarfa og var það togarinn
Haraldur Kristjánsosn HF frá Hafnarfirði. fór hann þangað aðalega útaf kvótaleysi.
mjög langt var að fara á þessar veiðar, því að fara þurfti útfyrir 200 sjómillurnar á reykjaneshryggnum.
reyndar þá fór Karlsefni RE á smá tilraunaveiðar árið 1983, enn það gekk ekki upp aðalega útaf veiðarfærunum.
Haraldi Kristjánssyni HF ( sem í dag heitir Helga María RE). gekk ansi vel á úthafskarfanum og annar
frystitogari sem líka var gerður út frá Hafnarfirði gekk líka vel á þessum veiðum,
Sá togari hét Sjóli HF, og heitir þessi togari í dag Málmey SK.
vanalega þá hófust úthafskarfaveiðarnar í kringum apríl, maí og gátu staðið fram í september.
í maí árið 1992, þá lenti áhöfnin á Sjóla HF í mokveiði á útshafskarfanum því þeir náðu að landa tvisvar á einum mánuði.
Þeir komu fyrst í land snemma í maí með 725 tonn af úthafskarfa eftir 20 daga túr,höfn í höfn, eða um 36 tonn á dag.
Reyndar ber að hafa í huga að það tók rúman sólarhring að sigla á miðin og því í þessum túr voru veiðidagarnir aðeins 18,
sem gerir 40 tonn á veiðidag.
Sjóli HF náði annar löndun í maí 1993, þegar að togarinn kom til Hafnarfjarðar með 701 tonn eftir 22 daga túr, og þar af um 20 daga á veiðum,
eða um 35 tonn á dag,
samtals náði því Sjóli HF að landa í maí árið 1993, alls 1425 tonnum í 2 túrum og allt var úthafskarfi.
Sjóli HF mynd Tryggvi Sigurðsson