Úthafskarfaveiðar á línu, Kristrún RE og Aðalvík KE . árið 1996.
Á árunum frá sirka 1990 til og með um árið 2000
þá voru togarar og frystitogara nokkuð mikið á veiðum djúpt úti af Reykjanesi á veiðar á Úthafskarfa.
ekki var mikið um það að aðrir bátar sem voru með önnur veiðarfæri en troll færu þangað
en þó gerðist það í júní árið 1996
þá fóru tveir línubátar sem voru með beitningavél til veiðar á úthafskarfa út við 200 mílna landhelgina og þaðan af dýpra út
þetta voru Kristrún RE 177, ( sem ´hét áður Albert Ólafsson KE ) og Aðalvík KE 95. ( sem hét fyrst Guðrún Guðleifsdóttir ÍS og seinna meira Boði KE og Eldeyjar Boði KE)
Kristrún RE
Kristrún RE hóf veiðar á undan og kom fyrst með snemma í júní til Reykjavíkur 26,3 tonn, af því var úthafskarfi 17,8 tonn,
í næsta róðri sem var landað um miðjan júní var báturinn með 64,3 tonn og af því var úthafskarfi 21,1 tonn,.
Þriðji túrinn í júní var 75 tonn og enginn úthafskarfi í þeim afla
Samtals 166 tonn í þremur róðrum og úthafskarfi af þeim afla 38,8 tonn,
Kristrún RE mynd Hafþór Hreiðarsson
Aðalvík KE
Aðalvík KE hóf veiðar nokkuð á eftir Kristrúnu RE. og kom fyrst með 39,1 tonn um miðjan júni
og af þeim afla þá var úthafskarfi 23,7 tonn,
næsti róðru var 25 júní og þá kom Aðalvík KE með 55,4 tonn og af því var úthafskarfi 14,3 tonn,
Samtals 94,5 tonn og úthafskarfi af því 38 tonn
Aðalvík KE þarna Guðrún Guðleifsdóttir ÍS Mynd Tryggvi Sigurðsson