Valbjörn ÍS seldur,2019
Árið er 1975 og í Sandgerði er vélsmiðja sem heitir Hörður Ehf. þar er verið að smíða bát sem var síðan sjósettur og hét fyrst Hamraborg SH. var þetta eini stálbáturinn sem var smíðaður í Sandgerði . þessi bátur er ennþá til í dag og heitir Jón Hákon BA,
Síðan líða árin og árið 1984 þá er sjósettur í Njarðvík stálbátur frambyggður sem fékk nafnið Haukur Böðvarsson ÍS ,
sá bátur var Smíðaður af Vélsmiðjunni Herði hf og var báturinn númer 2 frá Vélsmiðjunni Herði hf
í dag þá er þessi bátur Haukur Böðvarsson ÍS mikið breyttur frá upprunalega útlili,
Búið að lengja bátinn, skipta um vél og fleira,
Þessi bátur á sér mjög langa sögu í Útgerð frá ÍSafirði og Bolungarvík og hefur t.d verið með ÍS 307 núna í um 20 ár, með nafninu Gunnbjörn ÍS og Valbjörn ÍS,
mestan tíman frá þessum stöðum þá hefur báturinn stundað veiðar á rækju,
núna er búið að selja bátinn og kaupandinn er Freska Seafood ehf. , Báturinn Klettur ÍS er tengdur þessu fyrirtækir,
Valbjörn ´ÍS hefur fengið nafnið Tindur ÍS 307 og mun fara á sæbjúguveiðar,
búið er að ráða skipstjóra á bátinn og er það Bergur Garðarsson sem má segja að sé einn af frumkvöðlunum á þessum sæbjúguveiðum, en Bergur var skipstjóri á Hannes Andrésson SH sem byrjaði þessar sæbjúguveiðar,
Bergur hefur verið skipstjóri á Kletti ÍS og núna er Ingvar sem var stýrimaður á Kletti ÍS tekinn við bátnum,
Valbjörn IS mynd Gunnar Richter, Núna Tindur ÍS