Valdimar H ( fyrrum Kópur BA/GK) kominn á dragnót
Undafarin ár þá hafa ansi margir bátar verið seldir til Noregs og hafa verið við fiskveiðar þar og gengið nokkuð
sömuleiðis þá hafa íslenskir útgerðarmenn stofnað fyrirtæki í Noregi og gert út báta með góðum árangri,
flestir bátanna sem hafa verið seldir til Noregs eru iðulega smábátar eða upp undir 30 tonnin,
Kópur BA/GK
Stærri bátar eru þó ekki eins margir, en þó var einn mjög svo þekktur bátur seldur til Noregs árið 2017.
eða í raun til fyrirtækisins Esköy sem á íslenska eigendur.
á Íslandi þá átti báturinn sér mjög langa sögu og þa´helst undir nafninu Kópur GK, og Kópur BA.
alla þessa öld þá gerði Kópur BA út á línu og má segja að saga bátsins sem línubáts spanni örugglega vel yfir 20 ár.
Fór reyndar á togveiðar á makríl 2012,2013, 2014 og smá árið 2015
Valdimar H
í Noregi þá fékk báturinn nafnið Valdimar H og hélt áfram línuveiðum með beintningavél, en öfugt við marga stóra línubáta
í Noregi sem frysta aflann, þá var aflinn í Valdimar H ísaður.
Fyrirtækið keypti svo annan bát sem heitir Trygve B, og sá bátur frystir fiskinn um borð.
Valdimar H aftur á móti var því ekkert gerður út þangað til núna,
Breytingar
því að báturinn fór í ansi miklar breytingar og var honum breytt í fyrsta skipti úr línubáti
og yfir í dragnótabát.
Fyrirtækið Hovde Maritim AS í Noregi tók að sér að breyta Valdimar H í dagnótabát og þær heppnuðust ansi vel.
báturinn hefur hafið róðra og núna í ágúst þá hefur báturinn farið í 4 róðra og landað um 124 tonnum mestum 40 tonn í einni löndun,
uppistaðan í þessum afla er þorskur, enn kvótastaðan á bátnuim er mjög góð.
er samtals með 2600 tonna kvóta og af því er um 1800 tonn af ýsu.
Hlynur Freyr Vigfússon sem er skipstjóri á Trygva B, orðar þetta ansi skemmtilega
Hann segir "Einn allraþrjóskasti línubátur flotans(gamli kópurinn) endurfæddur sem snurvoðarkoppur í norður noreg"
Skemmtilega orðað, allraþrjóskasti.
Valdimar H Pic Oddremi Simonsen
Myndir Hovde Maritim