Valdimar H í Noregi afli og aflaverðmæti 2020
Í Noregi eru ansi margir mjög svo stórir línubátar
og allir þessu stóru línubátar eru að heilfrysta aflann og eru að koma með allt upp í 700 tonn í land eftir um 30 daga túra
Einn bátur af þessum stórum er þó ekki að frysta aflann
og það er bátur sem átti sér langa sögu á ÍSlandi,
Þarna er verið að tala um Valdimar H í Noregi sem lengi vel var Kópur GK og Kópur BA á íslandi,
Árið 2020 var nokkuð gott hjá bátnum.
alls landaði báturinn 2333 tonnum
og aflaverðmætið var 492 milljónir króna,
það gerir um 211 krónur í meðalverð.
Valdimar H Mynd Guðni Ölversson