Var Beitir NK með 18 eða 20 þúsund tonn af loðnu??

það er greinilegt að lesendur aflafretta fylgjast ansi vel með því efni sem ég set hérna á síðuna,


eitt af því er listinn yfir uppsjávarskipin.

og ég er búinn að mjög mörg skilaboð og pósta varðandi skipið Beiti NK frá Neskaupstað.

og því verð ég að koma þessum pistli að til að útskýra

Beitir NK
Helst er verið að benda á það að loðnuaflinn hjá Beiti NK hafi verið 20048 tonn á loðnuvertíðinni, enn ekki 18717 tonn eins og stendur á uppsjávarlistanum 2023.

Málið er að Beitir NK landaði í desember 2022 , 1331 tonni af loðnu og sá loðnuafli er á uppsjávarlistanum fyrir árið 2022.

Ég hef talað um það lengi að Fiskistofa miðar sitt uppgjör varðandi afla miðað við Fiskveiðiár  sem er 1.sept til 31 ágúst

Allir listar á Aflafrettir.is miðast við Almannaksár.  sem er 1.jan til 31.des

inná uppsjávarlistanum árið 2023 þá stendur þar efst

Listi númer ....
og þar undir .  frá 1-1-2023 til .... og seinni talan hún breytist eftir því hvenær ég uppfæri listann,

þannig að skráður loðnuafli á Beiti NK er 18717 tonn og er þetta árið 2023.

þessi 1331 tonn eru á uppsjávarlistanum 2022.


Beitir NK mynd Síldarvinnslan