Vararbátarnir árið 1995

á árunum fyrir 1980 þá voru þónokkrir eikarbátar smíðaðir á Akureyri
og þessir bátar sem allur voru svo til samskonar voru kallaðir Vararbátarnir,

enda voru þeir smíðaðir á Akureyri hjá skipasmíðastöðinni Vör HF

Bátarnir voru allir um 30 tonn að stærð og voru allir um 18 metra langir.

Bátarnir áttu allir nokkuð fengsæla sögu hérna á landinu þegar þeir voru á fiskveiðum

og núna árið 2023 þá er aðeins einn af þessum bátum ennþá notaður til Fiskveiða.

Það er Andvari VE sem er með sknr 1499,
Hinir allir eru orðnir hvalaskoðunarbátar

t.d Haförn KE er orðin Andvari ÞH og er vægast sagt langmestu breyttur enda var honum breytt í rafmagnsbát

Eyvindur KE er Sæborg ÞH
Erlingur KE er Seaflower EA frá Dalvík
Sæljón RE er Andvari ÞH og sá eini sem stundar fiskveiðar
Reykjaborg RE er Sylvía ÞH frá Húsavík 
Gulltoppur ÁR er Áskell Áskelsson EA
og Guðrún Jónsdóttir ÓF er Steini Vigg  SI

árið 1995 þá stunduðu allir bátarnir dragnótaveiðar nema Gulltoppur ÁR sem var á netum 
og hann var líka sá eini af þeim sem stundaði humarveiðar

yfir vertíðina þá allir bátarnir nema Guðrún Jónsdóttir ÓF og Gulltoppur ÁR sem voru á veiðum 
frá Sandgerði.
Bátarnir sem eru með skráðar landanir í Keflavík og Reykjavík voru allir á bugtarveiðum, og voru á þeim veiðum frá ágúst og fram
í nóvember

Guðrún Jónsdóttir ÓF var allt árið 1995 fyrir norðan 

Tveir bátar voru með afgerandi mestan afla af þessum bátum

enn það voru Eyvindur KE og Haförn KE sem var aflahæstur árið 1995 af þessum bátum,

755 tonn í 176 róðrum eða 4,3 tonn í róðri.  Eyvindur KE var með 4,9 tonn í róðri að meðaltali




Sæti Sknr Nafn Afli Róðrar Mest Veiðarfæri Höfn
1 1438 Haförn KE 14 755.1 176 16.4 dragnót Sandgerði, Keflavík
2 1475 Eyvindur KE 37 745.1 150 17.3 dragnót Sandgerði, Keflavík
3 1430 Erlingur GK 212 628.3 184 12.3 Dragnót Sandgerði, Keflavík
4 1499 Sæljón RE 19 581.4 165 23.6 dragnót Sandgerði, Reykjavík
5 1468 Reykjaborg RE 25 536.7 164 15.9 dragnót Sandgerði, Keflavík
6 1414 Gulltoppur ÁR 321 474.5 89 16.5 Net, humar Þorlákshöfn, Sandgerði
7 1452 Guðrún Jónsdóttir ÓF 27 377.8 103 19.5 dragnót Ólafsfjörður



Haförn KE mynd Kristján Kristjánsson