Veðurblíða í maí. 10 bátar yfir 20 róðra, 2019

Nú er komið nokkuð langt fram í maí, og það er alveg óhætt að segja að veður í maí hafi verið einstaklega gott,


besta mælingin á því að sjá hversu gott veður er í hverjum mánuði er ekki að horfa á aflatölurnar,

nei frekar að horfa á róðranna hjá bátunum ,

því það er nefnilega þannig núna í maí að þegar þetta er skrifað þá eru alls 10 bátar búnir að fara í fleiri en 20 sjóferðir núna í maí.

Línubátarnir sem eru upp að 30 tonnum skipa þarna ansi stóran sess.

 26 róðrar
sá bátur sem núna hefur oftast róið er Sandfell SU, báturinn er búin að fara í 26 róðra og landa 276,3 tonnum,

Jónína Brynja ÍS kemur þar á eftir með 24 róðra og 206,6 tonn,

Netabáturinn Bárður SH er með 24 róðra og 240 tonna afla,

Vigur SF er með 23 róðra og 232 tonna afla,

Fríða Dagmar ÍS er líka með 23 róðra og 190 tonn,

Hafrafell SU er með 23 róðra og 188 tonn,

 Maron GK
og stálbáturinn Maron GK er með 106 tonn og er kominn í 22 róðra.

Maron GK langstærsti báturinn sem er búinn að róa yfir 20 róðra,

Halldór Afi GK sem er í eigu Hólmgríms eins og Maron GK er með 22 róðra 

Bíldsey SH og Kristinn SH eru báðir með 20 róðra,
 
Að 13 tonn
Siggi Bjartar ÍS er með flesta róðranna af bátum sem eru að 13 tonnum af stærð eða 19,

og Lilja SH er með flesta róðranna að bátum sem eru að 15 tonn eða 18 rórða,

Reyndar eru Otur II ÍS og Finni NS líka með 28 róðra,

Mesta athyglin
en það vekur mesta athygli að í flokki báta að 8 tonnum þá eru það ekki íslendingar sem eru þar atkvæðamestir í að róa,

nei því það eru þjóðverjarnir á sjóstangabátunum 

Álft ÍS og Langvía ÍS sem báðir eru komnir í 18 róðra,

ennþá eru nokkrir dagar eftir af maí og því má búast við að fleiri bátar eigi eftir að komast yfir 20 róðranna í maí,

Og eins og vanalega minni ég á að vertíðaruppgjörið er komið út.  hægt að panta í síma 7743616 (Hrefna) í skilaboðum á Facebook eða gisli@aflafrettir.is


Sandfell SU mynd Guðmundur Gauti SVeinsson



mest