Veisla í Breka VE útaf frábærum mars mánuði,2019
Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir.is fyrir nokkrum dögum síðan þá var fjallað um góðan mánuð hjá Breka VE,
núna eru allar aflatölur komnar í hús og niðurstaðan er sú að togarinn Breki VE er með metafla
en náði þó ekki toppsætinu,
Tæpt var það
Breki VE kom með 142 tonn í land eftir um 3 daga á veiðum og endaði í um 1182 tonnum
Drangey SK kom með 122 tonn og fór í 1188 tonn.
ekki mikill munur á skipunm ,
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sem á og gerir út Breka VE færði áhöfninni köku í tilefni þess að þeir náðu tæðum 1200 tonnum í mars
eins og sést á myndunum að neðan þá var vel lagt í meðlætið í kaffinu fyrir áhöfnina á Breka VE.
Flottur árangur hjá áhöfninni á Breka VE,
Inná vsv.is þá segir þar Sverrir haraldsson " skemmt er frá því að segja að gangurinn á Breka er alveg frábærlega góður... skipið hefur reyndar afar vel. því er haldið stöðugt til veiða og það litla sem uppá
hefur komið tæknilega leystu vélstjórarnir sjálfir í samstarfi við okkar fólk í landi. ". segir Sverrir Haraldsson.
Breki VE mynd frá Páli Pálssyni ÍS
Frá vinstri. Bergur Guðnason stýrimaður. Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Sverrir Haraldsson sviðstjóri botnfisksviðs VSV
fær vatn í munnin nammi nammi
Áhöfnin á Breka VE gæðis sér á kökunum. Myndir Sigurgeir Brynjarsson