Vel yfir 2000 tonna löndun hjá Kirkellu H7,,2017
Fyrirtækið Samherji sem er með höfuðstöðvar sínar á Akureyri á Íslandi er búið að dreifa arma sína víða. árið 2014 þá keypti Samherji fyrirtæki í Hull og stofnaði dótturfyrirtæki sem heitir Uk Fisheries. Þetta fyrirtæki gerir út 3 togara. 2 frystitogara og einn ísfiskstogara.
Togararnir heita Farnella, Marbella og Kirkella.
Kirkella H7 er glænýr flakafrystitogari og var smíður í Tyrklandi árið 2015. hann er feikilega stór. 86,1 meter á lengd og 16 metrar á breidd. mælist skipið 4290 tonn.
Kjaftfullt skip í Noregi
Kirkella kom til Noregs þar sem að skipið landaði afla sem fékkst eftir veiðar norður af Noregi. og aflinn var nú ekkert slor. segja má að skipið hafi verið með allt fullt sem hægt var að fylla.
skipið var með um 883 tonn af þorskflökum um borð. ásamt ýsu og ufsa.
Uppreiknað miðað við óslægt þá var þetta um 2530 tonn sem kom uppúr togaranum og af því þá var þorskur um 2450 tonn miðað við óslægt.
Þessum afla var landað í Tromsö.
Aflaverðmætið úr þessum risatúr er kanski erfitt að áætla enn ef við miðum við 300 krónur á kílóið þá er aflaverðmæti um 800 milljónir króna úr þessum risatúr hjá Kirkellu,
Kirkella Mynd Roar JEnsen