Velkominn til Sandgerðis Máni II ÁR, 2018

Einn af þeim bátum sem  komu til Sandgerðis í gær var Máni II ÁR sem er gerður út frá Þorlákshöfn.  


Það er nokkuð  merkilegt við það er að þetta er í fyrsta skipti í rúm 5 ár sem að báturinn kemur til Sandgerðis á línuveiðar., enn báturinn kom nokkra róðra í október 2013 á línuveiðar enn hefur ekkert komið til Sandgerðis fyrr enn núna.  

Reyndar er rétt að hafa í huga að Haukur Jónsson útgerðarmaður Mána II ÁR keypti bátinn árið 2008 frá Akranesi þar sem að báturinn hét Bresi AK og var þá báturinn tekin í miklar breytingar hjá Sólplasti í Sandgerði.  

Við komuna til Sandgerði þá að sjálfssögðu óskaði ég Ragnari skipstjóra og Hauki útgerðarmanni til hamingju með að vera kominn til Sandgerðis.    kanski hefði hafnarstjórinn í Sandgerði átt að gera það.  enn hafnarstjórinn lætur lítið sjá sig á höfninni.  Hafnarstjórinn og bæjarstjórinn er sami aðilinn.

Ragnar sagði í samtali við Aflafrettir að þessi túr hefði verið ansi langur.  þeir fóru frá Þorlákshöfn um kl 20:30 kvöldið 5.janúar og voru komnir til hafnar í Sanderði um kl 16:00 6.janúar.   voru þeir með um 4,5 tonn á 28 bala.    Sagði Ragnar að ekkert hefði verið að gerast í veiðum útfrá Þorlákshöfn og hefðu því þeir loksins fengið grænt ljós á að fara til Sandgerðis.  enn Jón Ásbjörnsson RE sem vanalega er í Þorlákshöfn var búinn að vera í Sandgerði  síðan um miðjan nóvember og fiskað vel.

eins og fyrirsögnin segir.  Velkominn til Sandgerðis.


Silgt í rennunni áleiðis í höfnina,

Komið inní höfnina

og snúið að löndunarkrana.  flottur bátur

Nóg dekkpláss.  Myndir Gísli Reynisson