Verða tveir netabátar í Vestmannaeyjum árið 2023?

Hérna á Aflafrettir var fyrir skömmu síðan greint frá því að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefði sagt upp allri áhöfn bátsins Brynjólfs VE.

sem stundað hefur togveiðar og síðan netaveiðar fyrir fyrirtækið.

Bátar sem stunda netaveiðar og Vestmannaeyjar eiga sér mjög langa sögu aftur í tímann og fara má alveg óhikað 80 til 90 ár aftur í tímann og finna má þá báta
sem stunduðu netaveiðar frá Vestmannaeyjum.

Núna er tíminn orðinn mikið breyttur því árið 2022 og núna eftir að Brynjólfi VE hefur verið lagt, þá er einungis einn netabátur í Vestmannaeyjum 
og er það Kap VE.

Vinnslustöðin vill þó halda áfram að gera út netabát, og jafnvel bæta við öðrum báti sem myndi þá koma í staðinn fyrir Brynjólf VE.

Hvaða bátur gæti komið í staðinn?.

jú það verður nú að segjast eins og er að það er lítið sem ekkert til að bátum sem gætu stundað netaveiðar og ef farið er hringin í kringum landið, og byrjað austur með landinu 
frá Vestmannaeyjum, þá er bara ekkert til að bátum.  
á Patreksfirði er reyndar Vestri II BA , sem hefur stundað netaveiðar, síðan eru tveir bátar 

skammt frá Vestmannaeyjum sem hafa stundað netaveiðar undanfarin ár.
þetta eru Friðrik Sigurðsson ÁR , og Erling KE.  
Erling KE sem áður hét Langanes GK, Grundfirðingur SH og Hringur GK, er að losna núna útaf því að nýr Erling KE
mun taka við að þeim báti sem núna er Erling KE.

svo það gæti farið svo að það verði tveir netabátar í Vestmannaeyjum árið 2023.


Kap VE mynd Alfons Finnson