Verður metgrásleppuvertíð árið 2020??

Núna er nýjasti grásleppulistinn kominn á Aflafrettir.is 



ennþá eru ekki allir bátar  komnir á veiðar. og t.d hefur enginn bátur ennþá hafið veiðar frá Sandgerði enn þaðan voru 6 bátar að róa árið 2019 á grásleppu

sömuleiðis á eftir að opna fyrir veiðar í innanverðum Breiðarfirði.,

Góð miðað við 2019.
enn það vekur athygli hversu góð vertíðin er og tildæmis ef það sem er af er þessari vertíð er skoðuð í samanburði við 

grásleppuvertíðina árið 2019.  þá kemur strax í ljós áberandi mikill munur.

fyrir það fyrsta  hafa margfalt fleiri bátar náð yfir 4 tonn í róðri núna árið 2020 , en árið 2019.

 Fjöldi yfir 4 tonn árið 2019
árið 2019 þá voru 19 bátar sem yfir 4 tonn náðu og af þeim þá fór enginn yfir 6 tonn í róðri,

 Árið 2020
Núna árið 2020 þá hafa 30 bátar náð yfir 4 tonn í róðri og af þeim hafa n okkrir náð yfir 6 tonn í einni löndun 

og einn bátur Sigurey ST hefur náð upp í 7,5 tonn í einni löndun 

Alls hefur verið landað núna 1400 tonnum af grásleppu þegar þetta er skrfiað og ennþá er helling eftir að vertíðinni.

því má segja að það stefni í metvertíð á grásleppunni árið 2020.





Sigurey ST mynd Gísli Reynisson